Viðskipti innlent

Sindri frá EFTA-dóm­stólnum og í HR

Atli Ísleifsson skrifar
Sindri M. Stephensen.
Sindri M. Stephensen. HR

Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið Sindra M. Stephensen í stöðu lektors við lagadeild háskólans.

Í tilkynningu frá skólanum segir að Sindri hafi áður starfað sem aðstoðarmaður forseta EFTA-dómstólsins í Lúxemborg.

„Hann útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands með hæstu einkunn árið 2014 og lauk viðbótarmeistaraprófi með ágætiseinkunn í lögfræði frá Oxford-háskóla árið 2017. Þá var hann gestafræðimaður við lagadeild Berkeley háskóla í Kaliforníu árið 2018. Hann starfaði á Juris lögmannsstofu áður en hann var ráðinn til EFTA-dómstólsins, auk þess sem hann sinnti stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands.

Sindri hefur skrifað níu ritrýndar fræðigreinar um lögfræði, m.a. á sviði réttarfars, skattaréttar, stjórnsýsluréttar og vinnuréttar. Hann hefur haldið fyrirlestra á ráðstefnum og fyrir sérfræðinga um lagaleg álitaefni auk þess að hafa komið að skrifum á kennsluriti í almennri lögfræði. Væntanleg er útgáfa fræðirits eftir hann um réttarfar Félagsdóms í byrjun næsta árs hjá bókaútgáfunni Fons Juris,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.