Viðskipti innlent

Sindri frá EFTA-dóm­stólnum og í HR

Atli Ísleifsson skrifar
Sindri M. Stephensen.
Sindri M. Stephensen. HR
Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið Sindra M. Stephensen í stöðu lektors við lagadeild háskólans.Í tilkynningu frá skólanum segir að Sindri hafi áður starfað sem aðstoðarmaður forseta EFTA-dómstólsins í Lúxemborg.„Hann útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands með hæstu einkunn árið 2014 og lauk viðbótarmeistaraprófi með ágætiseinkunn í lögfræði frá Oxford-háskóla árið 2017. Þá var hann gestafræðimaður við lagadeild Berkeley háskóla í Kaliforníu árið 2018. Hann starfaði á Juris lögmannsstofu áður en hann var ráðinn til EFTA-dómstólsins, auk þess sem hann sinnti stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands.Sindri hefur skrifað níu ritrýndar fræðigreinar um lögfræði, m.a. á sviði réttarfars, skattaréttar, stjórnsýsluréttar og vinnuréttar. Hann hefur haldið fyrirlestra á ráðstefnum og fyrir sérfræðinga um lagaleg álitaefni auk þess að hafa komið að skrifum á kennsluriti í almennri lögfræði. Væntanleg er útgáfa fræðirits eftir hann um réttarfar Félagsdóms í byrjun næsta árs hjá bókaútgáfunni Fons Juris,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.