Viðskipti innlent

Græddi 28 milljónir ný­kominn heim úr sólinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ætla má að Hannes hafi komið hress heim úr sólinni á dögunum.
Ætla má að Hannes hafi komið hress heim úr sólinni á dögunum. FBL/Stefán - Vísir/Vilhelm
Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Júpíters, dótturfélags Kviku banka, kom vel út úr viðskiptum sínum með bréf í bankanum síðustu vikur. Viðskiptablaðið greinir frá.Þrjár vikur eru síðan Hannes Frímann keypti 6,5 milljónir hluta í bankanum og nýtti um leið helminginn af áskriftaréttindum sínum í bankanum. Kostnaðurinn við kaupin námu um 40 milljónum króna.Þá stóð gengi bréf í Kviku í 11,05 krónum á hlut svo markaðsvirði bréfanna sem Hannes Frímann keypti námu um 72 milljónum króna.Eins og fram kom í Stjörnulífinu á mánudaginn skellti Hannes sér með Marínu Möndu, unnustu og barnsmóður, í sólina til Tenerife þar sem fjölskyldan dvaldi í vellystingum á einu flottasta hótelinu á svæðinu.Hannes og Marín eru nú komin til Íslands. Hannes var ekki lengi að selja hlutina í Kviku sem hann keypti fyrir 40 milljónir króna. Seldi hann hlut sinn á 68 milljónir króna og er því 28 milljónum króna ríkari í dag en hann var þann 8. nóvember.Hann á enn áskriftaréttindi að 13 milljónum hluta í Kviku samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.


Tengdar fréttir

Hannes þarf að greiða þrotabúi Kaupþings milljarð

Hannes Frímann Hrólfsson, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóra fjárstýringa og markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur til að greiða þrotabúi Kaupþings rúman milljarð króna.

Karlforstjóri byggir á kvenlægum gildum

Hannes Frímann Hrólfsson er nýr forstjóri Auðar Capital. Hann tók við starfinu af Kristínu Pétursdóttur, sem gegnt hefur stöðunni frá upphafi, og er jafnframt fyrsti karlforstjóri fyrirtækisins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.