Leikjavísir

Úrslitaleikur HM í League of Legends fer fram í dag.

Andri Eysteinsson skrifar
Frá úrslitum Evrópumótsins í LOL í sumar.
Frá úrslitum Evrópumótsins í LOL í sumar. Getty/Espat

Í dag munu fara fram úrslit í heimsmeistaramóti League of Legends. Úrslitin fara fram í Accorhotels Arena í París, þar sem evrópska liðið G2 mun taka á móti kínverska liðinu Funplus Phoenix fyrir framan 21.000 manns.

Útsendingin frá úrslitunum byrjar klukkan 12:00 á hádegi og bjóða Rafíþróttasamtök Íslands og Háskólabíó áhugasömum og forvitnum einstaklingum að koma og horfa á úrslitin frítt í Sal 1 í Háskólabíó.

Úrslitin í heimsmeistaramóti League of Legends er stærsti rafíþróttaviðburður heims og horfðu yfir 200 milljón manns á útsendinguna í fyrra.

Þá er dagurinn í dag einnig stór dagur í íslenska rafíþróttaheiminum því í dag fara fram úrslitaleikir Lenovodeildarinnar í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive.

Sjá má úrslitaleikinn í beinni útsendingu hér að neðan

Watch live video from Riot Games on www.twitch.tv


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.