Viðskipti innlent

Róbert og félagar kaupa í Sýn fyrir 560 milljónir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Róbert Wessmann er forstjóri Alvogen.
Róbert Wessmann er forstjóri Alvogen. Mynd/Alvogen
Róbert Wessman forstjóri Alvogen er orðinn einn af stærstu hluthöfum í fjarskiptafyrirtækinu Sýn. Frostaskjól ehf., félag í eigu Róberts, á nú um 7,64 prósenta hlut í fyrirtækinu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Heildarvirði viðskiptanna var um 560 milljónir króna.

Frostaskjól seldi fyrir skömmu alla hluti sína í Heimavöllum. Eigendur Frostaskjóls eru félögin Reir ehf. og Aztiq fjárfestingar ehf., hvort um sig með helmingshlut.

Eigendur fyrrnefnda félagsins eru Hilmar Þór Kristinsson og Bernhard Jakob Strickler. Róbert Wessmann fer hins vegar með yfirráð yfir því síðarnefnda. Róbert fer einnig með yfirráð yfir BBL 105 ehf., sem á fyrir 2.500.000 hluti í Sýn.

Frostaskjól keypti hlut sinn, samtals 20.150.000 hluti, af félaginu Res II, sem er í eigu hjónanna Sigurðar Bollasonar og Nönnu Ásgrímsdóttur. Eftir viðskiptin á Frostaskjól samtals 7,64% hlut í Sýn. Sigurður og Nanna keyptu hlut sinn í Sýn í lok síðasta mánaðar.

Vísir er í eigu Sýnar hf.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.