227 milljónum úthlutað til uppsetningar 43 hraðhleðslustöðva Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 12:22 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, á kynningunni í morgun. Umhverfisráðuneytið Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum að upphæð 227 milljónum króna til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva víðs vegar um landið. Þetta var kynnt á fréttaamannafundi umhverfisráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra í morgun. Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að nýju stöðvarnar séu þrisvar sinnum aflmeiri en öflugustu stöðvarnar sem fyrir eru hérlendis og eigi að stuðla að hindrunarlausum ferðum rafbíla milli landshluta. Verkefnið sé hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. „Stöðvarnar tilheyra nýrri kynslóð hraðhleðslustöðva en um er að ræða 150kW hleðslustöðvar. Öflugustu stöðvarnar hafa hingað til verið 50kW og flestar eru 22kW. Gert er ráð fyrir a.m.k. helmings mótframlagi framkvæmdaraðila og nemur heildarfjárfesting verkefnanna því 450 milljónum króna hið minnsta,“ segir í tilkynningunni. Staðsetningar 150kW hraðhleðslustöðvanna eru eftirfarandi: Mosfellsbær Borgarnes Þingvellir Vegamót á Snæfellsnesi Ólafsvík Stykkishólmur Búðardalur Bjarkarlundur Patreksfjörður Ísafjörður Hólmavík Staðarskáli Blönduós Varmahlíð Akureyri Mývatnssveit Egilsstaðir Seyðisfjörður Djúpivogur Höfn – Nesjahverfi Freysnes Skaftafell Kirkjubæjarklaustur Vík í Mýrdal Hvolsvöllur Hella Geysir Selfoss Keflavíkurflugvöllur Reykjanes – flugvallasvæði Reykjanesbær Norðlingaholt Einnig verður sett upp 50kW hleðslustöð á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal,“ segir í tilkynningunni. Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent
Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum að upphæð 227 milljónum króna til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva víðs vegar um landið. Þetta var kynnt á fréttaamannafundi umhverfisráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra í morgun. Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að nýju stöðvarnar séu þrisvar sinnum aflmeiri en öflugustu stöðvarnar sem fyrir eru hérlendis og eigi að stuðla að hindrunarlausum ferðum rafbíla milli landshluta. Verkefnið sé hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. „Stöðvarnar tilheyra nýrri kynslóð hraðhleðslustöðva en um er að ræða 150kW hleðslustöðvar. Öflugustu stöðvarnar hafa hingað til verið 50kW og flestar eru 22kW. Gert er ráð fyrir a.m.k. helmings mótframlagi framkvæmdaraðila og nemur heildarfjárfesting verkefnanna því 450 milljónum króna hið minnsta,“ segir í tilkynningunni. Staðsetningar 150kW hraðhleðslustöðvanna eru eftirfarandi: Mosfellsbær Borgarnes Þingvellir Vegamót á Snæfellsnesi Ólafsvík Stykkishólmur Búðardalur Bjarkarlundur Patreksfjörður Ísafjörður Hólmavík Staðarskáli Blönduós Varmahlíð Akureyri Mývatnssveit Egilsstaðir Seyðisfjörður Djúpivogur Höfn – Nesjahverfi Freysnes Skaftafell Kirkjubæjarklaustur Vík í Mýrdal Hvolsvöllur Hella Geysir Selfoss Keflavíkurflugvöllur Reykjanes – flugvallasvæði Reykjanesbær Norðlingaholt Einnig verður sett upp 50kW hleðslustöð á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal,“ segir í tilkynningunni.
Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent