Handbolti

Grímur: Ég töfra ekki kanínur upp úr hatti

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Grímur Hergeirsson er þjálfari Selfoss.
Grímur Hergeirsson er þjálfari Selfoss. vísir/daníel þór

Grímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss, var ósáttur við leik sinna manna í dag eftir sjö marka tap á Ásvöllum. Hann segir þetta skammarlegt.

„Við vorum alls ekki nógu góðir. Við vorum á hælunum varnarlega, þú vinnur ekki Hauka þannig,“ sagði Grímur eftir leikinn.

„Þetta er nátturlega ekki boðlegt, ég þarf að fara yfir þetta með strákunum. Að sýna ekki ákefð og tempó í svona leik er skammarlegt.“ sagði Grímur hundfúll með frammistöðu sinna manna í dag

„Haukarnir voru bara betri á öllum sviðum, svo einfalt er það.“

Haukur Þrastarson var sem fyrr atkvæðamestur í liði Selfoss, Haukarnir reyndu hvað þeir gátu að loka á hann og tókst það á köflum. Grímur viðurkennir að hann þurfi virkilega á framlagi frá öðrum leikmönnum sóknarlega.

„Jú ég þarf það en menn verða líka að stíga upp sjálfir. Ég töfra ekki kanínur upp úr hatti. Menn verða að sækja á markið og hafa hjarta í það að taka af skarið,“ sagði Grímur að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.