Körfubolti

Nýliði Chicago Bulls setti þristamet | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coby White setti niður sjö þrista í 4. leikhluta gegn New York Knicks.
Coby White setti niður sjö þrista í 4. leikhluta gegn New York Knicks. vísir/getty

Coby White, leikmaður Chicago Bulls, setti niður sjö þriggja skot í 4. leikhluta þegar liðið vann New York Knicks, 120-102, í NBA-deildinni í nótt.

White er fyrsti nýliðinn í sögu NBA sem setur niður sjö þrista í einum leikhluta. Hann er einnig sá yngsti sem hefur afrekað það í NBA en hann er aðeins 19 ára.

White er jafnframt sá leikmaður í sögu Chicago Bulls sem hefur sett niður flest þriggja stiga skot í einum leikhluta.


Framan af leik var White kaldur en hann brenndi af fyrstu fimm skotunum sínum. Fyrir lokaleikhlutann var hann aðeins búinn að skora fjögur stig.

„Ég hafði hitti illa svo það gott að sjá fyrsta skoti farið niður. Svo komst ég í góðan takt,“ sagði White sem var óstöðvandi í 4. leikhlutanum.

Öll þriggja stiga skot Whites í 4. leikhluta má sjá hér fyrir neðan.

White skoraði alls 27 stig gegn New York en hann hitti úr átta af 14 skotum sínum utan af velli og nýtti öll fjögur vítin sín.

Chicago er í 11. sæti Austurdeildarinnar með fjóra sigra og sjö töp.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.