Handbolti

Sportpakkinn: Valsmenn mæta sterku liði í Austurríki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valsmenn hafa farið brösulega af stað í Olísdeildinni
Valsmenn hafa farið brösulega af stað í Olísdeildinni vísir/daníel

Valur mætir austurríska liðinu Bregenz í Áskorendabikar Evrópu í handbolta um helgina.

Báðir leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram ytra, fyrri leikurinn í dag, laugardag, og sá seinni á morgun.

Bæði lið eiga það sameiginlegt að hafa byrjað illa í deildarkeppnunum heima fyrir, en Guðjón Guðmundsson fjallaði um viðureignina í Sportpakkanum.

Valsmennirnir Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson hafa báðir stýrt liði Bregenz.

Hverjir eru möguleikar Vals um helgina?

„Mér líst bara vel á þá,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals.

„Við erum búnir að reyna að kíkja á þá á milli leikja, þetta er hörkulið með fleiri atvinnumenn en við.“

„Við þurfum á góðum leikjum að halda, ekki spurning, en að því sögðu þá held ég að við eigum klárlega möguleika.“


Klippa: Sportpakkinn: Valur í Evrópukeppni um helginaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.