Viðskipti erlent

Segir flugliða neita því að fljúga með Boeing 737 Max

Eiður Þór Árnason skrifar
Boeing 737 MAX vélar Southwest hafa verið í biðstöðu í marga mánuði.
Boeing 737 MAX vélar Southwest hafa verið í biðstöðu í marga mánuði. Vísir/Getty

Bandarískir flugliðar eru sagðir hafa vaxandi áhyggjur af því að þurfa að fljúga með Boeing 737 Max þotunum eftir að bandarísk flugmálayfirvöld gefi út öll tilskilin leyfi á ný.

Þetta er haft eftir Lori Bassani, forseta þarlends stéttarfélags flugliða sem ber nafnið Association of Professional Flight Attendants.

Boeing 737 Max þoturnar hafa verið kyrrsettar um allan heim eftir tvö mannskæð flugslys í mars og október á síðasta ári. Talið er að rekja megi orsök slysanna til hugbúnaðargalla í vélunum.

„Ég get sagt þér að ég heyri í flugliðum á hverjum degi og þeir eru að sárbiðja mig um að koma í veg fyrir að þeir fari aftur um borð í þessa vél,“ sagði Bassani í samtali við bandaríska miðilinn The Dallas Morning News.

Bandarísku flugfélögin American Airlines og Southwest Airlines reikna með því að geta tekið vélarnar aftur í notkun í mars á næsta ári. Framleiðandinn Boeing segist vonast til þess 737 Max þoturnar fái aftur tilskilin leyfi í desember á þessu ári.

Ross Feinstein, talsmaður flugfélagsins American Airlines, segir að fyrirtækið viti af áhyggjum flugliða sinna en vonist til þess að þær minnki í kjölfar þjálfunar, prufuflugs vélanna og aukinnar upplýsingagjafar áður en að þoturnar taki aftur til lofts.


Tengdar fréttir

Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins

Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu.

Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað

Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.