Segir flugliða neita því að fljúga með Boeing 737 Max Eiður Þór Árnason skrifar 15. nóvember 2019 23:57 Boeing 737 MAX vélar Southwest hafa verið í biðstöðu í marga mánuði. Vísir/Getty Bandarískir flugliðar eru sagðir hafa vaxandi áhyggjur af því að þurfa að fljúga með Boeing 737 Max þotunum eftir að bandarísk flugmálayfirvöld gefi út öll tilskilin leyfi á ný. Þetta er haft eftir Lori Bassani, forseta þarlends stéttarfélags flugliða sem ber nafnið Association of Professional Flight Attendants. Boeing 737 Max þoturnar hafa verið kyrrsettar um allan heim eftir tvö mannskæð flugslys í mars og október á síðasta ári. Talið er að rekja megi orsök slysanna til hugbúnaðargalla í vélunum. „Ég get sagt þér að ég heyri í flugliðum á hverjum degi og þeir eru að sárbiðja mig um að koma í veg fyrir að þeir fari aftur um borð í þessa vél,“ sagði Bassani í samtali við bandaríska miðilinn The Dallas Morning News. Bandarísku flugfélögin American Airlines og Southwest Airlines reikna með því að geta tekið vélarnar aftur í notkun í mars á næsta ári. Framleiðandinn Boeing segist vonast til þess 737 Max þoturnar fái aftur tilskilin leyfi í desember á þessu ári. Ross Feinstein, talsmaður flugfélagsins American Airlines, segir að fyrirtækið viti af áhyggjum flugliða sinna en vonist til þess að þær minnki í kjölfar þjálfunar, prufuflugs vélanna og aukinnar upplýsingagjafar áður en að þoturnar taki aftur til lofts. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Yfirmenn flugfélaga munu fljúga með MAX-vélunum til að sannfæra almenning Yfirmenn hjá bandarísku flugfélögunum United Airlines, American Airlines og Southwest ráðgera að fljúga sjálfir með annars farþegalausum Boeing 737 MAX vélunum eftir að flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni á vélunum. 4. nóvember 2019 14:23 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. 25. október 2019 11:16 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira
Bandarískir flugliðar eru sagðir hafa vaxandi áhyggjur af því að þurfa að fljúga með Boeing 737 Max þotunum eftir að bandarísk flugmálayfirvöld gefi út öll tilskilin leyfi á ný. Þetta er haft eftir Lori Bassani, forseta þarlends stéttarfélags flugliða sem ber nafnið Association of Professional Flight Attendants. Boeing 737 Max þoturnar hafa verið kyrrsettar um allan heim eftir tvö mannskæð flugslys í mars og október á síðasta ári. Talið er að rekja megi orsök slysanna til hugbúnaðargalla í vélunum. „Ég get sagt þér að ég heyri í flugliðum á hverjum degi og þeir eru að sárbiðja mig um að koma í veg fyrir að þeir fari aftur um borð í þessa vél,“ sagði Bassani í samtali við bandaríska miðilinn The Dallas Morning News. Bandarísku flugfélögin American Airlines og Southwest Airlines reikna með því að geta tekið vélarnar aftur í notkun í mars á næsta ári. Framleiðandinn Boeing segist vonast til þess 737 Max þoturnar fái aftur tilskilin leyfi í desember á þessu ári. Ross Feinstein, talsmaður flugfélagsins American Airlines, segir að fyrirtækið viti af áhyggjum flugliða sinna en vonist til þess að þær minnki í kjölfar þjálfunar, prufuflugs vélanna og aukinnar upplýsingagjafar áður en að þoturnar taki aftur til lofts.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Yfirmenn flugfélaga munu fljúga með MAX-vélunum til að sannfæra almenning Yfirmenn hjá bandarísku flugfélögunum United Airlines, American Airlines og Southwest ráðgera að fljúga sjálfir með annars farþegalausum Boeing 737 MAX vélunum eftir að flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni á vélunum. 4. nóvember 2019 14:23 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. 25. október 2019 11:16 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira
Yfirmenn flugfélaga munu fljúga með MAX-vélunum til að sannfæra almenning Yfirmenn hjá bandarísku flugfélögunum United Airlines, American Airlines og Southwest ráðgera að fljúga sjálfir með annars farþegalausum Boeing 737 MAX vélunum eftir að flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni á vélunum. 4. nóvember 2019 14:23
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16
Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30
Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. 25. október 2019 11:16