Viðskipti erlent

Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kevin McAllister, til vinstri, er floginn á braut úr starfi.
Kevin McAllister, til vinstri, er floginn á braut úr starfi. Vísir/Getty
Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim.Seattle Times greinir frá og segir að stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um að reka McAllister á stjórnarfundi í gær. Eftirmaður hans, Stan Deal, hefur þegar tekið við starfi McAllister. Deal var áður yfir þjónustusviði Boeing. Þar áður hafði hann verið yfirmaður á farþegaþotusviðinu.Times hefur eftir ónafngreindum háttsettum yfirmanni innan Boeing að vandræði MAX-vélanna hafi ekki verið eina ástæðan fyrir brottreksti McAllister. Rekja mætti brottreksturinn til ýmissa vandræða sem farþegaþotusviðið hefur staðið frammi fyrir á undanförnum misserum.Má þar nefna vandræði með hreyflana á 777X vélum Boeing, sprungur sem finna má litlum hluta af eldri 737-vélum auk minnkandi pöntunarstöðu 787 Dreamliner flugvélanna.Aðalástæðan er hins vegar MAX-vélin og tafir á því að Boeing takist að mæta kröfum flugmálayfirvalda um allan heim svo að 737 MAX-vélarnar komist í loftið á ný eftir tvö mannskæð flugslys. Icelandair miðar við að taka vélarnar í notkun í janúar, en óvíst er hvort það gangi eftir.Dennis Muilenburg, forstjóri félagsins, var nýlega settur af sem stjórnarformaður félagsins, en alsiða er að forstjórar stórfyrirtækja í Bandaríkjunum séu einnig stjórnarformenn.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.