Viðskipti erlent

Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kevin McAllister, til vinstri, er floginn á braut úr starfi.
Kevin McAllister, til vinstri, er floginn á braut úr starfi. Vísir/Getty

Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim.

Seattle Times greinir frá og segir að stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um að reka McAllister á stjórnarfundi í gær. Eftirmaður hans, Stan Deal, hefur þegar tekið við starfi McAllister. Deal var áður yfir þjónustusviði Boeing. Þar áður hafði hann verið yfirmaður á farþegaþotusviðinu.

Times hefur eftir ónafngreindum háttsettum yfirmanni innan Boeing að vandræði MAX-vélanna hafi ekki verið eina ástæðan fyrir brottreksti McAllister. Rekja mætti brottreksturinn til ýmissa vandræða sem farþegaþotusviðið hefur staðið frammi fyrir á undanförnum misserum.

Má þar nefna vandræði með hreyflana á 777X vélum Boeing, sprungur sem finna má litlum hluta af eldri 737-vélum auk minnkandi pöntunarstöðu 787 Dreamliner flugvélanna.

Aðalástæðan er hins vegar MAX-vélin og tafir á því að Boeing takist að mæta kröfum flugmálayfirvalda um allan heim svo að 737 MAX-vélarnar komist í loftið á ný eftir tvö mannskæð flugslys. Icelandair miðar við að taka vélarnar í notkun í janúar, en óvíst er hvort það gangi eftir.

Dennis Muilenburg, forstjóri félagsins, var nýlega settur af sem stjórnarformaður félagsins, en alsiða er að forstjórar stórfyrirtækja í Bandaríkjunum séu einnig stjórnarformenn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.