Körfubolti

Doncic frábær fyrir Dallas

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Luka Doncic
Luka Doncic vísir/getty

Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. James Harden skoraði 49 stig fyrir Houston og Giannis Antetokounmpo fór fyrir Milwaukee Bucks.

Dallas tók á móti Toronto Raptors í nótt og vann 110-102 eftir nokkuð jafnan leik.

Doncic skoraði 26 stig og tók 15 fráköst í leiknum, en 15 af stigum hans komu af vítalínunni.

James Harden getur ekki hætt að skora fyrir Houston og setti hann 49 stig úr 41 skoti gegn Minnesota Timberwolves.
Houston vann leikinn 125-105 og var það þeirra sjöundi sigurleikur í röð.

Í Indianapolis tóku heimamenn í Indiana Pacers á móti Milwaukee Bucks.

Þar fór Giannis Antetokounmpo fyrir liði Bucks og skoraði hann 26 stig og tók 13 fráköst. Þar af voru níu stig úr þriggja stiga körfum, en hann hefur ekki verið þekktur fyrir að vera mikil þriggja stiga skytta.

Bucks vann leikinn 102-83.

Úrslit næturinnar:
Chicago Bulls - Brooklyn Nets 111-117
Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 83-102
New York Knicks - Charlotte Hornets 102-103
Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 105-125
Miami Heat - New Orleans Pelicans 109-94
Dallas Mavericks - Toronto Raptors 110-102
San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 116-121
LA Clippers - Atlanta Hawks 150-101

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.