Breytingar í búningsklefanum Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2019 10:30 Við sitjum saman og bíðum eftir börnunum okkar inni í búningsklefa. Sum okkar lokkast í símann, önnur spjalla saman, en alltaf eru nokkur sem sitja bara og lygna aftur augunum og njóta augnabliksins. Svo birtast börnin – rjóð eftir fimleikaæfinguna og glöð að sjá okkur. Himinlifandi að það sé fullorðinn elskandi einstaklingur að verja tímanum í samveruna. Umhyggjuna. Spjallið á meðan verið er að klæða sig í fötin, fá sér vatn að drekka í vatnshananum, finna út úr reimunum og berjast við rokið á leiðinni út í bíl. Það sem er ánægjulegast við þessa lýsingu er hið ósagða. Við erum nefninlega afar, ömmur, pabbar, mömmur, frændur og frænkur allt í bland. Bæði kynin á öllum aldri.0 Fyrir rúmum áratug og fyrr sást ekki pabbi eða afi á svæðinu. Umönnun í búningsklefanum var öll í höndum kvenna. Þeir mættu þegar var sýning eða keppni, en sjaldan í daglegu amstri. Það var bara andi og tilvera þess tíma. Það að við séum öll til skiptis í búningsklefanum í dag er ekkert minna en frábært. Og á að vera algerlega eðlilegt í okkar samfélagi. Eðlilegur hluti af samveru fjölskyldunnar. Það að geta öll mætt í búningsklefann kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir að vinnutími er sveigjanlegur, að hlutverkaskipting heimilanna er að jafnast á milli kynja og kynslóða, að við viljum, þráum og óskum eftir að geta notið samvista við börnin okkar í daglega lífinu og leggjum talsvert á okkur til að svo geti verið. Jafnrétti, sveigjanleiki og fjölbreytni er ávísun á heilbrigt atvinnulíf og á sér margar birtingarmyndir. Búningsklefinn er ánægjulegt dæmi um að við erum á réttri leið sem samfélag. Höfundur er ritari stjórnar FKA, í eigin rekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við sitjum saman og bíðum eftir börnunum okkar inni í búningsklefa. Sum okkar lokkast í símann, önnur spjalla saman, en alltaf eru nokkur sem sitja bara og lygna aftur augunum og njóta augnabliksins. Svo birtast börnin – rjóð eftir fimleikaæfinguna og glöð að sjá okkur. Himinlifandi að það sé fullorðinn elskandi einstaklingur að verja tímanum í samveruna. Umhyggjuna. Spjallið á meðan verið er að klæða sig í fötin, fá sér vatn að drekka í vatnshananum, finna út úr reimunum og berjast við rokið á leiðinni út í bíl. Það sem er ánægjulegast við þessa lýsingu er hið ósagða. Við erum nefninlega afar, ömmur, pabbar, mömmur, frændur og frænkur allt í bland. Bæði kynin á öllum aldri.0 Fyrir rúmum áratug og fyrr sást ekki pabbi eða afi á svæðinu. Umönnun í búningsklefanum var öll í höndum kvenna. Þeir mættu þegar var sýning eða keppni, en sjaldan í daglegu amstri. Það var bara andi og tilvera þess tíma. Það að við séum öll til skiptis í búningsklefanum í dag er ekkert minna en frábært. Og á að vera algerlega eðlilegt í okkar samfélagi. Eðlilegur hluti af samveru fjölskyldunnar. Það að geta öll mætt í búningsklefann kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir að vinnutími er sveigjanlegur, að hlutverkaskipting heimilanna er að jafnast á milli kynja og kynslóða, að við viljum, þráum og óskum eftir að geta notið samvista við börnin okkar í daglega lífinu og leggjum talsvert á okkur til að svo geti verið. Jafnrétti, sveigjanleiki og fjölbreytni er ávísun á heilbrigt atvinnulíf og á sér margar birtingarmyndir. Búningsklefinn er ánægjulegt dæmi um að við erum á réttri leið sem samfélag. Höfundur er ritari stjórnar FKA, í eigin rekstri og fjögurra barna móðir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar