Kona sem hræðist karla Sunna Dís Jónasdóttir skrifar 19. nóvember 2019 07:30 Í síðustu viku hafði systir mín ákveðið að fara á Tinder stefnumót með manni sem hún hafði einungis talað við í rúma viku. Þetta stefnumót átti að endast eina sundferð en ílengdist í næstum tvo sólarhringa, fjölskyldunni og vinum til mikils ama. Þar sem okkar seinustu samskipti við hana voru mánudagskvöldið um átta leytið og heyrðist ekkert í henni þangað til á miðvikudagseftirmiðdegi. Síminn batteríslaus, engin virkni á samfélagsmiðlum og engin ummerki um að hún hafi komið heim til sín, í herbergið sem hún leigir sér í Hlíðunum, Reykjavík. Öll þessi atriði samanlögð urðu að mikilli geðshræringu, skiljanlega þar sem hún var að fara hitta ókunnugan útlenskan mann, sem hún kvað búsettan hér til margra ára. Saklaust Tinder stefnumót, sem gekk það vel að það endist í nánast tvo sólarhringa. Eftir að hafa náð sér niður að hún væri óhult og þetta hefði bara gengið svona vel og henni datt ekki í hug að allir í kringum hana væru að farast út áhyggjum að eitthvað miður hafi átt sér stað þá fór ég að velta fyrir mér hversu fljótt hugsunin fór í að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar kona hittir mann. Þegar ég var unglingur þá bar ég út Morgunblaðið á hverjum morgni í nánast fimm ár. Bekkjarfélagi minn bar einnig út Morgunblaðið í næsta hverfi álíka lengi. Við áttum samræður á ákveðnum tímapunkti um hræðslu við að vera ein/nn á morgnana og allt það sem tengdist þeirri hræðslu. Það sem kom fljótt í ljós er að þetta var einungis mín hræðsla ekki hans. Hann óttaðist ekki að bera út og hann svo sannarlega kannaðist ekki við að vera sérstaklega hræddur við karlmenn né að bera út á laugardagsmorgnum líkt og ég. Ég held að á þessum tímapunkti hafi ég fyrst áttað mig á að við búum ekki í sama veruleika. Ég er kona sem óttast karla, og af ástæðu. Það sem ógnar mest lífi kvenna eru karlmenn, það sem ógnar lífi flestra karla eru hjartasjúkdómar. Það verður ekki farið nánar ofan í af hverju þetta er svona því ég hreinlega skil það ekki og veit það ekki. Ég vildi að þetta væri ekki raunveruleikinn en ég vil hins vegar hlusta á mörkin mín og viðurkenna fyrir öllum mínum frumum að ég er kona sem hræðist karlmenn. Ég hræðist þá til dæmis á þann hátt að þegar ég hef ekki heyrt í systur minni í nánast tvo sólarhringa að hún sé ekki óhult þar sem hún sást síðast með manni sem hún kynntist á Tinder. Ég hræðist karlmenn þegar ég geng ein heima í myrkri og mæti þeim. Ég hræðist þá þegar strákurinn minn sem er 11 ára er ekki kominn heim og hann lagði af stað fyrir 30 mín frá skólanum eða íþróttaheimilinu, ég hræðist þá á svo milljón mismunandi vegu, oftar en ekki á mjög ómeðvitaðan máta sem er sorgleg staðreynd. Þessi ótti hefur ekki orðið til í tómarúmi heldur vegna blákaldra staðreynda um hvernig heimi við höfum lifað í og höldum áfram að lifa í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinder Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hafði systir mín ákveðið að fara á Tinder stefnumót með manni sem hún hafði einungis talað við í rúma viku. Þetta stefnumót átti að endast eina sundferð en ílengdist í næstum tvo sólarhringa, fjölskyldunni og vinum til mikils ama. Þar sem okkar seinustu samskipti við hana voru mánudagskvöldið um átta leytið og heyrðist ekkert í henni þangað til á miðvikudagseftirmiðdegi. Síminn batteríslaus, engin virkni á samfélagsmiðlum og engin ummerki um að hún hafi komið heim til sín, í herbergið sem hún leigir sér í Hlíðunum, Reykjavík. Öll þessi atriði samanlögð urðu að mikilli geðshræringu, skiljanlega þar sem hún var að fara hitta ókunnugan útlenskan mann, sem hún kvað búsettan hér til margra ára. Saklaust Tinder stefnumót, sem gekk það vel að það endist í nánast tvo sólarhringa. Eftir að hafa náð sér niður að hún væri óhult og þetta hefði bara gengið svona vel og henni datt ekki í hug að allir í kringum hana væru að farast út áhyggjum að eitthvað miður hafi átt sér stað þá fór ég að velta fyrir mér hversu fljótt hugsunin fór í að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar kona hittir mann. Þegar ég var unglingur þá bar ég út Morgunblaðið á hverjum morgni í nánast fimm ár. Bekkjarfélagi minn bar einnig út Morgunblaðið í næsta hverfi álíka lengi. Við áttum samræður á ákveðnum tímapunkti um hræðslu við að vera ein/nn á morgnana og allt það sem tengdist þeirri hræðslu. Það sem kom fljótt í ljós er að þetta var einungis mín hræðsla ekki hans. Hann óttaðist ekki að bera út og hann svo sannarlega kannaðist ekki við að vera sérstaklega hræddur við karlmenn né að bera út á laugardagsmorgnum líkt og ég. Ég held að á þessum tímapunkti hafi ég fyrst áttað mig á að við búum ekki í sama veruleika. Ég er kona sem óttast karla, og af ástæðu. Það sem ógnar mest lífi kvenna eru karlmenn, það sem ógnar lífi flestra karla eru hjartasjúkdómar. Það verður ekki farið nánar ofan í af hverju þetta er svona því ég hreinlega skil það ekki og veit það ekki. Ég vildi að þetta væri ekki raunveruleikinn en ég vil hins vegar hlusta á mörkin mín og viðurkenna fyrir öllum mínum frumum að ég er kona sem hræðist karlmenn. Ég hræðist þá til dæmis á þann hátt að þegar ég hef ekki heyrt í systur minni í nánast tvo sólarhringa að hún sé ekki óhult þar sem hún sást síðast með manni sem hún kynntist á Tinder. Ég hræðist karlmenn þegar ég geng ein heima í myrkri og mæti þeim. Ég hræðist þá þegar strákurinn minn sem er 11 ára er ekki kominn heim og hann lagði af stað fyrir 30 mín frá skólanum eða íþróttaheimilinu, ég hræðist þá á svo milljón mismunandi vegu, oftar en ekki á mjög ómeðvitaðan máta sem er sorgleg staðreynd. Þessi ótti hefur ekki orðið til í tómarúmi heldur vegna blákaldra staðreynda um hvernig heimi við höfum lifað í og höldum áfram að lifa í.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar