Körfubolti

Doncic magnaður í Dallas

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Doncic var frábær í nótt
Doncic var frábær í nótt vísir/getty

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta vestanhafs í nótt.

Evrópska tvíeykið Luka Doncic og Kristaps Porzingis fóru mikinn í sjö stiga sigri Dallas Mavericks á San Antonio Spurs, 117-110.

Slóveninn tvítugi hefur farið frábærlega af stað á leiktíðinni og hann var algjörlega magnaður í nótt; skoraði 42 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Porzingis sömuleiðis öflugur með 18 stig og 10 fráköst. DeMar Derozan var atkvæðamestur í liði Spurs með 36 stig.

Boston Celtics komst aftur á sigurbraut með öruggum útisigri á Phoenix Suns, 85-99, þar sem Jayson Tatum sallaði niður 26 stigum auk þess að taka 11 fráköst. Þá vann Los Angeles Clippers nauman heimasigur á Oklahoma City Thunder en Clippers lék án sinnar skærustu stjörnu, Kawhi Leonard.

Úrslit næturinnar


New York Knicks 123-105 Cleveland Cavaliers 
Brooklyn Nets 86-115 Indiana Pacers
Toronto Raptors 132-96 Charlotte Hornets
Chicago Bulls 101-115 Milwaukee Bucks
Houston Rockets 132-108 Portland Trail Blazers
Dallas Mavericks 117-110 San Antonio Spurs
Phoenix Suns 85-99 Boston Celtics
Utah Jazz 102-112 Minnesota Timberwolves
Los Angeles Clippers 90-88 Oklahoma City Thunder

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.