Körfubolti

Doncic magnaður í Dallas

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Doncic var frábær í nótt
Doncic var frábær í nótt vísir/getty
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta vestanhafs í nótt.Evrópska tvíeykið Luka Doncic og Kristaps Porzingis fóru mikinn í sjö stiga sigri Dallas Mavericks á San Antonio Spurs, 117-110.Slóveninn tvítugi hefur farið frábærlega af stað á leiktíðinni og hann var algjörlega magnaður í nótt; skoraði 42 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Porzingis sömuleiðis öflugur með 18 stig og 10 fráköst. DeMar Derozan var atkvæðamestur í liði Spurs með 36 stig.Boston Celtics komst aftur á sigurbraut með öruggum útisigri á Phoenix Suns, 85-99, þar sem Jayson Tatum sallaði niður 26 stigum auk þess að taka 11 fráköst. Þá vann Los Angeles Clippers nauman heimasigur á Oklahoma City Thunder en Clippers lék án sinnar skærustu stjörnu, Kawhi Leonard.Úrslit næturinnar
New York Knicks 123-105 Cleveland Cavaliers 

Brooklyn Nets 86-115 Indiana Pacers

Toronto Raptors 132-96 Charlotte Hornets

Chicago Bulls 101-115 Milwaukee Bucks

Houston Rockets 132-108 Portland Trail Blazers

Dallas Mavericks 117-110 San Antonio Spurs

Phoenix Suns 85-99 Boston Celtics

Utah Jazz 102-112 Minnesota Timberwolves

Los Angeles Clippers 90-88 Oklahoma City Thunder

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.