Erlent

Hand­tekinn vegna gruns um að tengjast hvarfi hinnar sau­tján ára Wilmu

Atli Ísleifsson skrifar
Ekkert hefur spurst til Wilmu síðan frá í síðustu viku.
Ekkert hefur spurst til Wilmu síðan frá í síðustu viku. Lögregla í Svíþjóð

Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið mann vegna gruns um að tengjast hvarfi hinnar sautján ára Wilmu Andersson. Ekkert hefur spurst til Wilmu síðan á laugardag.

Lögregla girti af stórt svæði fyrir utan Uddevalla, norður af Gautaborg, í morgun eftir að hlutir, sem taldir er að vera í eigu Wilmu, fundust þar. Lögregla óttast nú að Wilmu hafi verið ráðinn bani.

„Það er meðal annars búið að finna skópar á staðnum,“ segir talsmaður sænsku lögreglunnar í samtali við fjölmiðla þar í landi.

Tilkynnt var um hvarf Wilmu á laugardaginn, en hennar hafði þá verið saknað síðan 14. nóvember. Síðast sást til hennar á svæðinu í kringum Walkesborg í Uddevalla.

Lögregla bað um aðstoð almennings við leitina að Wilmu í gær, á sama tíma og skipulögð leit hófst. Um hundrað sjálfboðaliðar tóku þátt í leitinni í gær, að því er fram kemur í sænskum fjölmiðlum.

Alls hafa um tuttugu verið yfirheyrðir vegna hvarfsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.