Handbolti

Aron og félagar morgunhressir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron hafði hægt um sig í dag.
Aron hafði hægt um sig í dag. vísir/getty

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona burstuðu Liberbank Cantabria Sinfín, 45-21, í hádegisleik í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Þótt leikurinn færi fram árla dags hafði það ekki áhrif á Börsunga sem skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og voru 16 mörkum yfir í hálfleik, 22-16.

Enn dró í sundur með liðunum í seinni hálfleik og Barcelona vann á endanum 24 marka sigur, 45-21.

Barcelona er með fullt hús stiga eftir ellefu leiki í spænsku deildinni. Börsungar stefna hraðbyri í átt að tíunda Spánarmeistaratitlinum í röð.

Aron komst ekki á blað í leiknum í dag. Aitor Arino var markahæstur í liði Barcelona með sjö mörk. Markverðir Börsunga vörðu samtals 19 skot (47,5%).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.