Handbolti

Íslendingarnir frábærir er Skjern komst aftur á sigurbraut

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar Örn Jónsson í Skjern-treyjunni.
Elvar Örn Jónsson í Skjern-treyjunni. vísir/getty

Skjern skaut upp í 2.-3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Århus á útivelli í kvöld en lokatölur urðu fjögurra marka sigur Íslendingaliðsins, 33-29

Skjern var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, og létu forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik. Sigurinn aldrei í hættu.

Björgvin Páll Gústavsson varði tíu skot í marki Skjern en hann endaði með 35% markvörslu samkvæmt heimasíðu danska sambandsins. Elvar Örn Jónsson gerði sjö mörk úr ellefu skotm.

Patrekur Jóhannesson er þjálfari Skjern en lærisveinar Patreks komnir aftur á beinu brautina eftir tap gegn Álaborg í Íslendingaslag í síðustu umferð.

Skjern er með jafn mörg stig og Holstebro í 2.-3. sæti deildarinnar en Skjern hefur leikið einum leik fleira en flest lið deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.