Handbolti

Íslendingarnir frábærir er Skjern komst aftur á sigurbraut

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar Örn Jónsson í Skjern-treyjunni.
Elvar Örn Jónsson í Skjern-treyjunni. vísir/getty
Skjern skaut upp í 2.-3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Århus á útivelli í kvöld en lokatölur urðu fjögurra marka sigur Íslendingaliðsins, 33-29

Skjern var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, og létu forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik. Sigurinn aldrei í hættu.

Björgvin Páll Gústavsson varði tíu skot í marki Skjern en hann endaði með 35% markvörslu samkvæmt heimasíðu danska sambandsins. Elvar Örn Jónsson gerði sjö mörk úr ellefu skotm.

Patrekur Jóhannesson er þjálfari Skjern en lærisveinar Patreks komnir aftur á beinu brautina eftir tap gegn Álaborg í Íslendingaslag í síðustu umferð.

Skjern er með jafn mörg stig og Holstebro í 2.-3. sæti deildarinnar en Skjern hefur leikið einum leik fleira en flest lið deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×