Bílar

Rafmagns Corvette-a á næstum 340 km/klst

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rafdrifin Corvette-a reykspólar.
Rafdrifin Corvette-a reykspólar. Vísir/Motor1.com
Chevrolet Corvette hefur löngum verið einna þekktust fyrir mikið afl, marga sílendera og mikinn hávaða. Þessi rafknúna Corvette-a er því ansi ólík fyrirrennurum sínum undir yfirborðinu.

Einhverjum kann að koma spánskt fyrir sjónir, en sennilega var þetta óumflýjanlegt að rafmagns Corvette-a liti dagsins ljós.

Í myndbandinu má sjá Corvette-u af C7 gerð, hvers eigandi hefur skipt út brunahreyfilsmótornum fyrir rafmótor. Rafmótor sá skilar 800 hestöflum og er allt það afl sent til afturhjólanna í gegnum átta gíra sjálfskiptingu.

Þessi einstaka Corvette-a er sett saman af Genovation og hefur hlotið viðurnefnið Genovation GXE. Bíllinn hefur ögn meira afl en sá með brunahreyfilsmótornum. Rafhlöðurnar um borð eru þó nokkuð þungar og er Genovation GXE því rumum 450 kg. þyngri en upprunalegi bíllinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×