Er jafnrétti í þínu fundarherbergi? Ragnheiður Aradóttir skrifar 4. nóvember 2019 12:30 Á Íslandi ríkir eitthvert mesta jafnrétti sem fyrir finnst í heiminum enda Ísland efst á lista yfir stöðu kynjajafnréttis í heiminum eins og fram kom í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það ber vitni um þann árangur sem náðst hefur hér á landi í samanburði við önnur lönd, en staðfestir þó alls ekki að jafnrétti hafi náðst í okkar samfélagi. Fjölbreytileiki í háskólanámi er meiri en áður og hefur í raun snúist við á s.l. 50 árum. Það er horft til Íslands víða að úr heiminum og í síðustu viku birti Washington Post athyglisverða grein sem kom inn á stöðu okkar í þessum málum og þá staðreynd að tveir af hverjum þremur nemendum í háskólanámi eru konur. Það jafnrétti sem hefur náðst, hefur þó ekki komið af sjálfu sér heldur með sameiginlegum aðgerðum og samstöðu ásamt pólitískum vilja. FKA, með stuðningi Forsætisráðuneytisins ásamt fleiri góðu velunnurum, ýtti úr vör hreyfiaflsverkefni sem ber heitið Jafnvægisvog FKA. Hlutverk Jafnvægisvogar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Árangur næst þegar allir leggjast á eitt, almenningur og atvinnulífið eru upplýst um stöðu jafnréttist á vinnumarkaði og skilur mikilvægi þess að halda áfram þeirri samstöðu sem náðst hefur um að koma á jafnrétti. Eitt af verkefnum Jafnvægisvogarinnar var að koma á mælaborði þar sem mæla mætti nákvæmlega hver staða jafnréttis er í raun í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka karla og kvenna sé því sem næst jöfn í dag, endurspeglast það ekki upp eftir skipuritum, því að í mælaborðinu kemur fram að 74% stjórnenda eru karlar. Það eitt gefur þá auga leið að mikið ójafnvægi er á þessum þætti einum saman þ.e. þátttöku kvenna í stjórnendahlutverkum. Þetta er þó auðvitað breytilegt á milli starfsgreina. Þess má einnig geta að meðaltal heildartekna karla með háskólamenntun er miklu hærra en kvenna með háskólamenntun og að karlar með grunnmentun eru með hærri laun en konur með háskólamenntun. Þetta skýrist væntanlega að einhverju leyti af því að karlar eru mun meira við stjórnvölinn. Í ljósi þessa er ekki tími til að slaka á og enn eru margir landvinningar eftir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu. Það hefur margsinnis sannast að fjölbreytileikinn í atvinnulífinu skilar langtímaárangri. Það ætti því að vera fengur að hafa hlutfall í stjórnum og stjórnendahópnum sem jafnast svo stærri ákvarðanatökur hvíli á öllum kynjum. Við lifum á tímum gríðarlegra breytinga. Fjórða iðnbyltingin og væntingar yngri kynslóða sem undribúa sig fyrir atvinnulífið eru einfaldlega aðrar. Ég á tvær dætur og einn son. Það er ekki kynjatengt á minu heimili hvert hugur unga fólksins stefnir með tilliti til ábyrgðar og stjórnunarstarfa. Fyrirtæki og opinberir aðilar sem ætla að vera í fararbroddi þurfa klárlega að undirbúa sig og gera ákveðna viðhorfsbreytingu til að vera tilbúin, því komandi kynslóðir munu líklega ekki sætta sig við núverandi ástand. Jafnvægisvog FKA er með það markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Ég skora á fyrirtæki og opinbera aðila sem vilja undirbúa sig fyrir framtíðina að feta í fótspor um 50 aðila og skrifa undir viljayfirlýsingu á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar um jafnrétti í atvinnulífinu sem fram fer á Grand Hótel þann 5. nóvember næstkomandi kl 15:00. Á ráðstefnunni sem verður mjög fræðandi og innihaldsrík er fjölbreytt mælendaskrá, þ.á.m. eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel í Garðabæ og Gísli Einarsson sjónvarpsmaður. Jafnframt verða þeir aðilar sem hafa náð markmiðinu 40/60 heiðraðir á ráðstefnunni með viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar úr hendi Elizu Reid forsetafrúar sem er baráttukona fyrir jafnrétti allstaðar. Jafnrétti er margþætt og hér hefur einungis verið tæpt á þeirri hlið er snýr að atvinnulífinu en það er klárt að jafnrétti er ákvörðun.Höfundur er varaformaður FKA og eigandi PROevents og PROcoaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir eitthvert mesta jafnrétti sem fyrir finnst í heiminum enda Ísland efst á lista yfir stöðu kynjajafnréttis í heiminum eins og fram kom í nýjustu skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það ber vitni um þann árangur sem náðst hefur hér á landi í samanburði við önnur lönd, en staðfestir þó alls ekki að jafnrétti hafi náðst í okkar samfélagi. Fjölbreytileiki í háskólanámi er meiri en áður og hefur í raun snúist við á s.l. 50 árum. Það er horft til Íslands víða að úr heiminum og í síðustu viku birti Washington Post athyglisverða grein sem kom inn á stöðu okkar í þessum málum og þá staðreynd að tveir af hverjum þremur nemendum í háskólanámi eru konur. Það jafnrétti sem hefur náðst, hefur þó ekki komið af sjálfu sér heldur með sameiginlegum aðgerðum og samstöðu ásamt pólitískum vilja. FKA, með stuðningi Forsætisráðuneytisins ásamt fleiri góðu velunnurum, ýtti úr vör hreyfiaflsverkefni sem ber heitið Jafnvægisvog FKA. Hlutverk Jafnvægisvogar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Árangur næst þegar allir leggjast á eitt, almenningur og atvinnulífið eru upplýst um stöðu jafnréttist á vinnumarkaði og skilur mikilvægi þess að halda áfram þeirri samstöðu sem náðst hefur um að koma á jafnrétti. Eitt af verkefnum Jafnvægisvogarinnar var að koma á mælaborði þar sem mæla mætti nákvæmlega hver staða jafnréttis er í raun í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka karla og kvenna sé því sem næst jöfn í dag, endurspeglast það ekki upp eftir skipuritum, því að í mælaborðinu kemur fram að 74% stjórnenda eru karlar. Það eitt gefur þá auga leið að mikið ójafnvægi er á þessum þætti einum saman þ.e. þátttöku kvenna í stjórnendahlutverkum. Þetta er þó auðvitað breytilegt á milli starfsgreina. Þess má einnig geta að meðaltal heildartekna karla með háskólamenntun er miklu hærra en kvenna með háskólamenntun og að karlar með grunnmentun eru með hærri laun en konur með háskólamenntun. Þetta skýrist væntanlega að einhverju leyti af því að karlar eru mun meira við stjórnvölinn. Í ljósi þessa er ekki tími til að slaka á og enn eru margir landvinningar eftir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu. Það hefur margsinnis sannast að fjölbreytileikinn í atvinnulífinu skilar langtímaárangri. Það ætti því að vera fengur að hafa hlutfall í stjórnum og stjórnendahópnum sem jafnast svo stærri ákvarðanatökur hvíli á öllum kynjum. Við lifum á tímum gríðarlegra breytinga. Fjórða iðnbyltingin og væntingar yngri kynslóða sem undribúa sig fyrir atvinnulífið eru einfaldlega aðrar. Ég á tvær dætur og einn son. Það er ekki kynjatengt á minu heimili hvert hugur unga fólksins stefnir með tilliti til ábyrgðar og stjórnunarstarfa. Fyrirtæki og opinberir aðilar sem ætla að vera í fararbroddi þurfa klárlega að undirbúa sig og gera ákveðna viðhorfsbreytingu til að vera tilbúin, því komandi kynslóðir munu líklega ekki sætta sig við núverandi ástand. Jafnvægisvog FKA er með það markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Ég skora á fyrirtæki og opinbera aðila sem vilja undirbúa sig fyrir framtíðina að feta í fótspor um 50 aðila og skrifa undir viljayfirlýsingu á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar um jafnrétti í atvinnulífinu sem fram fer á Grand Hótel þann 5. nóvember næstkomandi kl 15:00. Á ráðstefnunni sem verður mjög fræðandi og innihaldsrík er fjölbreytt mælendaskrá, þ.á.m. eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel í Garðabæ og Gísli Einarsson sjónvarpsmaður. Jafnframt verða þeir aðilar sem hafa náð markmiðinu 40/60 heiðraðir á ráðstefnunni með viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar úr hendi Elizu Reid forsetafrúar sem er baráttukona fyrir jafnrétti allstaðar. Jafnrétti er margþætt og hér hefur einungis verið tæpt á þeirri hlið er snýr að atvinnulífinu en það er klárt að jafnrétti er ákvörðun.Höfundur er varaformaður FKA og eigandi PROevents og PROcoaching.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar