Skattaafsláttur vegna hlutabréfa á dagskrá Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2019 06:30 Kauphöll Nasdaq á Íslandi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins stendur að baki frumvarpi þar sem skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa fyrir almenning eru innleiddir. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram í næstu viku, að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ekki nægilega öflugur. Það hefur verið bent á hversu stórt hlutverk lífeyrissjóðirnir leika á íslenskum hlutabréfamarkaði en ég tel að verkefnið snúist ekki um að draga úr þátttöku lífeyrissjóðanna á markaðinum heldur efla og auka þátttöku annarra fjárfesta, og ekki síður almennings. Það er hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa fyrir almenning,“ segir Óli Björn í samtali við Fréttablaðið. Í umfjöllun Markaðarins í gær lýstu stórir einkafjárfestar og forstöðumenn hjá hlutabréfasjóðum áhyggjum yfir því að virkum þátttakendum á hlutabréfamarkaðinum hefði fækkað. Bent var á að lífeyrissjóðir hefðu dregið úr eign sinni í hlutabréfasjóðum og að hluthöfum í skráðum félögum færi fækkandi. Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var lagður til í Hvítbókinni um fjármálakerfið sem leið til þess að efla virkni hlutabréfamarkaðarins. Þar var bent á að þegar hlutabréfamarkaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar hefði almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattahvötum. Afslátturinn var síðan lækkaður í skrefum og afnuminn upp úr aldamótum. Aðspurður segir Óli Björn að hann búist ekki við því að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu á Alþingi. „Það kæmi mér á óvart ef menn væru andvígir því að styðja við bakið á almenningi í því að kaupa hlutabréf í skráðum félögum með því að veita skattalegar ívilnanir. Ég trúi ekki að menn leggist gegn því,“ segir Óli Björn. MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, mun í dag greina frá því hvort hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, verði gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Ef niðurstaðan er jákvæð verður Ísland fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða. Í umfjöllun Markaðarins var haft eftir Jóhanni Möller, forstöðumanni hlutabréfa hjá Stefni, að allar líkur væru á því að markaðurinn myndi fá aukna athygli frá erlendum fjárfestum þegar og ef hann verður gjaldgengur í vísitöluna í vor. Hann tók dæmi um vísitölusjóð í stýringu sjóðstýringarrisans Blackrock. Fjárfestingar sjóðsins fylgja Frontier-vísitölu MSCI og ef hann ákveður að fjárfesta á íslenska markaðinum í samræmi við stærð markaðarins í vísitölunni muni hann þurfa að kaupa íslensk hlutabréf fyrir 5,6 milljarða króna. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins stendur að baki frumvarpi þar sem skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa fyrir almenning eru innleiddir. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram í næstu viku, að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ekki nægilega öflugur. Það hefur verið bent á hversu stórt hlutverk lífeyrissjóðirnir leika á íslenskum hlutabréfamarkaði en ég tel að verkefnið snúist ekki um að draga úr þátttöku lífeyrissjóðanna á markaðinum heldur efla og auka þátttöku annarra fjárfesta, og ekki síður almennings. Það er hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa fyrir almenning,“ segir Óli Björn í samtali við Fréttablaðið. Í umfjöllun Markaðarins í gær lýstu stórir einkafjárfestar og forstöðumenn hjá hlutabréfasjóðum áhyggjum yfir því að virkum þátttakendum á hlutabréfamarkaðinum hefði fækkað. Bent var á að lífeyrissjóðir hefðu dregið úr eign sinni í hlutabréfasjóðum og að hluthöfum í skráðum félögum færi fækkandi. Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var lagður til í Hvítbókinni um fjármálakerfið sem leið til þess að efla virkni hlutabréfamarkaðarins. Þar var bent á að þegar hlutabréfamarkaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar hefði almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattahvötum. Afslátturinn var síðan lækkaður í skrefum og afnuminn upp úr aldamótum. Aðspurður segir Óli Björn að hann búist ekki við því að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu á Alþingi. „Það kæmi mér á óvart ef menn væru andvígir því að styðja við bakið á almenningi í því að kaupa hlutabréf í skráðum félögum með því að veita skattalegar ívilnanir. Ég trúi ekki að menn leggist gegn því,“ segir Óli Björn. MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, mun í dag greina frá því hvort hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, verði gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Ef niðurstaðan er jákvæð verður Ísland fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða. Í umfjöllun Markaðarins var haft eftir Jóhanni Möller, forstöðumanni hlutabréfa hjá Stefni, að allar líkur væru á því að markaðurinn myndi fá aukna athygli frá erlendum fjárfestum þegar og ef hann verður gjaldgengur í vísitöluna í vor. Hann tók dæmi um vísitölusjóð í stýringu sjóðstýringarrisans Blackrock. Fjárfestingar sjóðsins fylgja Frontier-vísitölu MSCI og ef hann ákveður að fjárfesta á íslenska markaðinum í samræmi við stærð markaðarins í vísitölunni muni hann þurfa að kaupa íslensk hlutabréf fyrir 5,6 milljarða króna.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira