Viðskipti erlent

Luft­hansa af­lýsir 1.300 flug­ferðum

Atli Ísleifsson skrifar
Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag.
Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag. EPA

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst um 1.300 flugferðum vegna kjaradeilu starfsmanna. Tveggja daga verkfall starfsmanna í áhöfn véla hófst á miðnætti að staðartíma, en þau berjast fyrir bættum kjörum og vinnuskilyrðum.

Verkfallið hefur áhrif á um 180 þúsund viðskiptavini Lufthansa, og tekur til allra flugferða félagsins frá flugvöllum í Þýskalandi.

Í yfirlýsingu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á flugferðir annarra flugfélaga í eigu Lufthansa, meðal annars Eurowings, Swiss, Austrian Airlines og Brussels Airlines.

Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag.

Flugfélagið kveðst harma stöðuna og að allt verði gert til að draga úr áhrifum verkfallsins fyrir viðskiptavini. Þannig geti farþegar sem hugðust fljúga milli flugvalla í Þýskalandi skipt flugmiðunum úr fyrir lestarmiða.

Félagsdómur í Frankfurt hafnaði í gærkvöldi kröfu flugfélagsins að setja lögbann á verkfallið. Varaformaður stéttarfélags starfsmanna, Daniel Flohr, segir að það geti komið til frekari verkfalla á hverri stundu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.