Körfubolti

Sportpakkinn: Haukarnir áfram með hundrað prósent árangur í Dominos í Ólafssal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson er að spila vel.
Kári Jónsson er að spila vel. Vísir/Daníel

Haukarnir er á sínu fyrsta tímabili í Ólafssalnum á Ásvöllum og það er ljóst að Haukaliðið kann vel við sig í salnum sem var skríður eftir Ólafi heitnum Rafnssyni, fyrrverandi formanni KKÍ og forseta FIBA Europe. Haukaliðið hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína í salnum.

ÍR náði ekki að fylgja eftir sigri á KR í umferðinni á undan og steinlá fyrir sprækum Haukum, 101-82 í leik liðanna í Hafnarfirði. ÍR komst einu sinni yfir í byrjun leiks en Haukar höfu undirtökin allan tímann.  

Í hálfleik var staðan 59-45.  Gerald Robinson var sterkur í liði Hauka gegn sínu gamla félagi, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Flenard Whitfield skoraði einnig 20 stig.

Kári Jónsson átti 9 stoðsendingar og skoraði 14 stig. Collin Pryor var bestur í liði ÍR, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og fiskaði 7 villur á mótherjana. Evan Christopher Singletary skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Eftir þrjá sigra í röð hefur ÍR tapaði tveimur í röð, fyrir Breiðabliki í bikarnum og fyrir Haukum í gærkvöldi. ÍR hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur en Haukar halda sér í toppbaráttunni, eru 6 stigum á eftir efsta liðinu, Keflavík.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt Arnars Björnssonar um leikinn og viðtöl við þjálfara liðanna.

Klippa: Sportpakkinn: Haukar taplausir í Ólafssal
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.