Körfubolti

Breiðablik vann botnslaginn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik í Smáranum
Úr leik í Smáranum vísir/vilhelm
Breiðablik hafði betur gegn Grindavík í botnslag í Dominos deild kvenna í Smáranum í Kópavogi í dag en bæði lið voru stigalaus þegar kom að leiknum.Breiðablik byrjaði leikinn betur en nokkuð jafnræði var með liðunum lengi vel.Fór að lokum svo að Blikar unnu sex stiga sigur, 70-64.Violet Morrow fór fyrir liði Breiðabliks með 17 stig og 15 fráköst en í liði gestanna var Kamilah Jackson með 15 stig og 10 fráköst.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.