Viðskipti innlent

Ætla að opna að minnsta kosti 25 Ísey skyr bari í Finnlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nýi barinn í verslunarmiðstöðinni í Helsinki í Finnlandi.
Nýi barinn í verslunarmiðstöðinni í Helsinki í Finnlandi. Ísey Skyr bar
Sigríður Steinunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísey skyr bars, segir nýjan skyr bar í Finnlandi hafa fengið góðar viðtökur. Barinn er staðsettur í stórri verslunarmiðstöð í höfuðborginni Helsinki.„Staðurinn notar einungis Ísey skyr og þar eru notaðar sömu uppskriftir og hér á Íslandi, en Finnar borða mikið af Ísey skyri. Til gamans má geta að hvergi í heiminum finnst jafn mikið af Ísey skyr bragðtegundum og einmitt í Finnlandi, svo við vitum við þessi bar á eftir að leggjast vel í Finna,“ segir Sigríður Steinunn í tilkynningu.Svo sannfærð er Sigríður Steinunn um móttökur í Finnlandi að til stendur að opna að minnsta kosti 25 slíka bari þar í landi á næstu fimm árum. Þá horfi Ísey skyr bar til þess að opna á fleiri erlendum mörkuðum í náinni framtíð.Til stendur að opna þrjá nýja Ísey skyr bari hér á landi á næstu tveimur mánuðum til viðbótar við þrjá sem eru á bensínstöðvum N1. Nýju staðirnir verða í Kringlunni, í Smáralind og í Skeifunni.Meðal eigenda Ísey skyr bars eru 600 farmers með tæplega 28 prósenta hlut í gegnum Auðhumlu og Mjólkursamsöluna, Kristján Gunnar Ríkharðsson fjárfestir með 15,5 prósenta hlut, Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðareigandi með rúmlega 11 prósenta hlut, Kristinn I. Sigurjónsson með 7,75 prósenta hlut eins og Sigrún Magnúsdóttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.