Kia frumsýnir XCeed Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. október 2019 14:00 Kia XCeed Kia Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 nk. laugardag klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur (crossover) og er afar sportlegur í útliti. Forsala á XCeed í rafmagnaðri tengiltvinn útfærslu með 58 km drægi er þegar hafin. Hönnunin á XCeed er falleg og sportleg og mikið er lagt í innanrýmið sem er vandað og vel búið í efnisvali og þægindum. Bíllinn er með með 184 mm veghæð og ökumaður hefur því góða yfirsýn. Umgengni um bílinn er góð og ökumaður og farþegar sitja hátt í bílnum. Bíllinn er með 426 lítra farangursrými með aftursætin uppi. XCeed er einn tæknivæddasti bíllinn í sínum flokki og má þar nefna 10,25“ upplýsingaskjá og 12,3“LCD mælaborð.Kia hefur lagt mikið upp úr öryggi XCeed. Þannig er bíllinn búinn öllum nýjasta öryggis- og aðstoðarbúnaði frá suður-kóreska bílaframleiðandanum. XCeed þykir afar vel heppnaður í útliti en bíllinn er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfurt í Þýskalandi undir handleiðslu Gregory Guillaume, aðstoðarforstjóra hönnunardeildar Kia Motors í Evrópu. XCeed verður fyrst fáanlegur með 1,4 bensínvél með 7 þrepa DCT sjálfskiptingu og 1,0 lítra bensínvél með 6 gíra beinskiptingu. Á næsta ári kemur XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu sem verður án efa mjög vinsæl útfærsla af bílnum. Á næsta ári mun Askja einnig fá Ceed Sportswagon Plug-in Hybrid. Samhliða frumsýningunni á XCeed nk laugardag mun Askja opna á forpantanir á þessum tveimur tengiltvinnbílum. Áætluð drægni þeirra er 58 km á rafmagni. Bílar Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent
Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 nk. laugardag klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur (crossover) og er afar sportlegur í útliti. Forsala á XCeed í rafmagnaðri tengiltvinn útfærslu með 58 km drægi er þegar hafin. Hönnunin á XCeed er falleg og sportleg og mikið er lagt í innanrýmið sem er vandað og vel búið í efnisvali og þægindum. Bíllinn er með með 184 mm veghæð og ökumaður hefur því góða yfirsýn. Umgengni um bílinn er góð og ökumaður og farþegar sitja hátt í bílnum. Bíllinn er með 426 lítra farangursrými með aftursætin uppi. XCeed er einn tæknivæddasti bíllinn í sínum flokki og má þar nefna 10,25“ upplýsingaskjá og 12,3“LCD mælaborð.Kia hefur lagt mikið upp úr öryggi XCeed. Þannig er bíllinn búinn öllum nýjasta öryggis- og aðstoðarbúnaði frá suður-kóreska bílaframleiðandanum. XCeed þykir afar vel heppnaður í útliti en bíllinn er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfurt í Þýskalandi undir handleiðslu Gregory Guillaume, aðstoðarforstjóra hönnunardeildar Kia Motors í Evrópu. XCeed verður fyrst fáanlegur með 1,4 bensínvél með 7 þrepa DCT sjálfskiptingu og 1,0 lítra bensínvél með 6 gíra beinskiptingu. Á næsta ári kemur XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu sem verður án efa mjög vinsæl útfærsla af bílnum. Á næsta ári mun Askja einnig fá Ceed Sportswagon Plug-in Hybrid. Samhliða frumsýningunni á XCeed nk laugardag mun Askja opna á forpantanir á þessum tveimur tengiltvinnbílum. Áætluð drægni þeirra er 58 km á rafmagni.
Bílar Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent