Um meintan flótta úr miðbænum Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 31. október 2019 17:38 Í ljósi þeirra heilsíðu auglýsinga sem hafa verið að birtast í Morgunblaðinu síðustu vikur og leiðara Morgunblaðsins í kjölfarið er rétt að árétta að miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi. Í dag fimmtudaginn 31.október er 4°hiti og hálfskýjað í Reykjavík. Á göngu minni niður Laugaveginn og um neðsta hluta Skólavörðustígs taldi ég 21 auð verslunarrými. Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina. Það eru einnig auð rými í Kringlunni og Smáralind þó ekki birtist heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun. Heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verður fullbúinn. Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða 3 mínútur. Göngugötur eru gerðar um allan heim til að bæta aðgengi almennings. Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttabrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið. Þetta mun allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu - þar verður yfirborð götunnar hækkað til að bæta aðgengi í verslanir, hannaðir verða rampar við aðrar verslanir og eru það einungis hægt vegna plássins sem eykst, gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega. Fólk og börn þurfa þá ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílumferðinni kemur. Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Í ljósi þeirra heilsíðu auglýsinga sem hafa verið að birtast í Morgunblaðinu síðustu vikur og leiðara Morgunblaðsins í kjölfarið er rétt að árétta að miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi. Í dag fimmtudaginn 31.október er 4°hiti og hálfskýjað í Reykjavík. Á göngu minni niður Laugaveginn og um neðsta hluta Skólavörðustígs taldi ég 21 auð verslunarrými. Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina. Það eru einnig auð rými í Kringlunni og Smáralind þó ekki birtist heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun. Heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verður fullbúinn. Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða 3 mínútur. Göngugötur eru gerðar um allan heim til að bæta aðgengi almennings. Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttabrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið. Þetta mun allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu - þar verður yfirborð götunnar hækkað til að bæta aðgengi í verslanir, hannaðir verða rampar við aðrar verslanir og eru það einungis hægt vegna plássins sem eykst, gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega. Fólk og börn þurfa þá ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílumferðinni kemur. Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun