Viðskipti innlent

Midi.is tapaði 22 milljónum króna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ingibjörg Pálmadóttir með eiginmanni sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
Ingibjörg Pálmadóttir með eiginmanni sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. VÍSIR/VILHELM
Miði.is tapaði 22 milljónum króna á síðasta rekstrarári en félagið tapaði 24 milljónum króna árið áður. Midi.is er miðasöluvefur í eigu 365 miðla en Ingibjörg Pálmadóttir er forstjóri fyrirtækisins og á stærstan hluta í því. Greint var frá þessu á vef Viðskiptablaðsins.

Velta midi.is voru rúmlega 18 milljónir króna á síðasta ári en dróst hún saman um rúmar 2 milljónir frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður minnkaði sömuleiðis um 8 milljónir króna.

Fjölmiðlafyrirtækið 365 tapaði þá 1.027 milljónum króna árið 2018. Ingibjörg lýsti því í september þessa árs að tapreksturinn sé vegna „tiltektarárs,“ en félög í hennar eigu fara með um 90 prósenta hlut í 365 miðlum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×