Viðskipti innlent

Midi.is tapaði 22 milljónum króna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ingibjörg Pálmadóttir með eiginmanni sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
Ingibjörg Pálmadóttir með eiginmanni sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. VÍSIR/VILHELM

Miði.is tapaði 22 milljónum króna á síðasta rekstrarári en félagið tapaði 24 milljónum króna árið áður. Midi.is er miðasöluvefur í eigu 365 miðla en Ingibjörg Pálmadóttir er forstjóri fyrirtækisins og á stærstan hluta í því. Greint var frá þessu á vef Viðskiptablaðsins.

Velta midi.is voru rúmlega 18 milljónir króna á síðasta ári en dróst hún saman um rúmar 2 milljónir frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður minnkaði sömuleiðis um 8 milljónir króna.

Fjölmiðlafyrirtækið 365 tapaði þá 1.027 milljónum króna árið 2018. Ingibjörg lýsti því í september þessa árs að tapreksturinn sé vegna „tiltektarárs,“ en félög í hennar eigu fara með um 90 prósenta hlut í 365 miðlum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.