Formúla 1

Alonso sakar Hamilton um hræsni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alonso og Hamilton hafa samtals sjö sinnum orðið heimsmeistarar í Formúlu 1.
Alonso og Hamilton hafa samtals sjö sinnum orðið heimsmeistarar í Formúlu 1. vísir/getty
Spænski ökuþórinn Fernando Alonso hefur sakað Lewis Hamilton, heimsmeistarann í Formúlu 1, um hræsni þegar kemur að umhverfismálum.Hamilton er vegan og í síðustu viku hvatti hann aðra til að hætta að borða kjöt í innilegri færslu á Instagram. Hann eyddi henni síðan.Alonso, sem varð tvisvar sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, segir tvískinnung í málflutningi Hamiltons. Annað í lífi hans gefi ekki til kynna að honum sé annt um umhverfið.„Ég myndi halda matarræðinu mínu fyrir mig. Ég hefði aldrei sent frá mér svona færslu eins og Lewis,“ sagði Alonso við útvarpsstöð á Spáni.„Við vitum öll hvernig lífsstíll hans er og ökuþórar í Formúlu 1 fljúga 200 sinnum á ári. Þá geturðu ekki sagt fólki að sleppa því að borða kjöt.“Hamilton er með örugga forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1. Hann getur tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Mexíkó á sunnudaginn þar sem átjánda keppni tímabilsins fer fram.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.