Alonso sakar Hamilton um hræsni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2019 15:30 Alonso og Hamilton hafa samtals sjö sinnum orðið heimsmeistarar í Formúlu 1. vísir/getty Spænski ökuþórinn Fernando Alonso hefur sakað Lewis Hamilton, heimsmeistarann í Formúlu 1, um hræsni þegar kemur að umhverfismálum. Hamilton er vegan og í síðustu viku hvatti hann aðra til að hætta að borða kjöt í innilegri færslu á Instagram. Hann eyddi henni síðan. Alonso, sem varð tvisvar sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, segir tvískinnung í málflutningi Hamiltons. Annað í lífi hans gefi ekki til kynna að honum sé annt um umhverfið. „Ég myndi halda matarræðinu mínu fyrir mig. Ég hefði aldrei sent frá mér svona færslu eins og Lewis,“ sagði Alonso við útvarpsstöð á Spáni. „Við vitum öll hvernig lífsstíll hans er og ökuþórar í Formúlu 1 fljúga 200 sinnum á ári. Þá geturðu ekki sagt fólki að sleppa því að borða kjöt.“ Hamilton er með örugga forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1. Hann getur tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Mexíkó á sunnudaginn þar sem átjánda keppni tímabilsins fer fram. Formúla Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Spænski ökuþórinn Fernando Alonso hefur sakað Lewis Hamilton, heimsmeistarann í Formúlu 1, um hræsni þegar kemur að umhverfismálum. Hamilton er vegan og í síðustu viku hvatti hann aðra til að hætta að borða kjöt í innilegri færslu á Instagram. Hann eyddi henni síðan. Alonso, sem varð tvisvar sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, segir tvískinnung í málflutningi Hamiltons. Annað í lífi hans gefi ekki til kynna að honum sé annt um umhverfið. „Ég myndi halda matarræðinu mínu fyrir mig. Ég hefði aldrei sent frá mér svona færslu eins og Lewis,“ sagði Alonso við útvarpsstöð á Spáni. „Við vitum öll hvernig lífsstíll hans er og ökuþórar í Formúlu 1 fljúga 200 sinnum á ári. Þá geturðu ekki sagt fólki að sleppa því að borða kjöt.“ Hamilton er með örugga forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1. Hann getur tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Mexíkó á sunnudaginn þar sem átjánda keppni tímabilsins fer fram.
Formúla Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira