Betri aðbúnaður barna Skúli Helgason skrifar 24. október 2019 07:00 Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi sem hafa það markmið að tryggja öllum nemendum fjölbreytta og góða menntun og styrkja félagslega stöðu þeirra. Kveikjan er samfelld fækkun barna í hverfinu og er nú svo komið að kostnaður á hvern nemanda í Korpuskóla er rúmlega tvöfalt meiri en við nemendur í grunnskólum borgarinnar að meðaltali. Breytingarnar fela í sér betri menntunarlegan aðbúnað fyrir börnin og bætta nýtingu fjármuna og leiða til meira jafnræðis á borgarvísu.Sterkari skólar Tillagan felur í sér að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk í Borgum og Engi ásamt frístundaheimilum á hvorum stað og einn sameiginlegur nýsköpunarskóli á unglingastigi fyrir 8.-10. bekk þar sem jafnframt verði félagsmiðstöð. Í hverjum skóla gætu orðið um 260-270 nemendur. Skólahald í Korpu leggst af, a.m.k. tímabundið, en nemendum verður boðin skólavist í Engjaskóla og tryggður skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota, þar til fjöldi nemenda í Staðarhverfi á aldrinum 6-12 ára hefur náð tölunni 150. Meiri fjölbreytni Nemendum í Korpu hefur fækkað á undanförnum sjö árum úr 140 börnum í 59 en skólinn er byggður fyrir 170 börn. Börn í árgangi eru að meðaltali fjórum sinnum færri en í meðalskólanum í borginni og eru þau t.d. aðeins fjögur í 3. bekk. Slíkt fámenni er ávísun á verri aðbúnað fyrir börnin en við viljum bjóða okkar nemendum bæði varðandi námsframboð og félagaval. Markmið okkar er að geta boðið nemendum meiri fjölbreytni í námi og ekki síður félagslega, enda er félagsfærni einn af fimm veigamestu hæfnisþáttum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur. Nýsköpunarskóli fyrir unglinga Hugmyndin um sameinaðan unglingaskóli undir merkjum nýsköpunarstefnu nýtur mikils stuðnings ekki síst meðal nemenda sjálfra enda gefst þar tækifæri til að leggja sérstaka áherslu á frumkvæði nemenda, frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýna hugsun – þætti sem gera nemendur betur í stakk búna til að mæta fjölbreyttum áskorunum 21. aldarinnar. Samgöngubætur Það er skiljanlegt að foreldrar sérstaklega yngstu barnanna í Staðarhverfi hafi áhyggjur af stöðu mála og við þeim munum við bregðast með því að tryggja yngstu börnunum skólaakstur frá Korpu í Engjaskóla þar sem fjarlægðin er 1,7 km og skipuleggja nauðsynlegar samgöngubætur til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þær fela m.a. í sér að gerð verði örugg göngu- og hjólaleið við Strandveg/Víkurveg á milli Garðsstaða og Breiðavíkur, sett verði upp gönguljós og þrenging götu við Mosaveg og unnið verði að úrbótum á almenningssamgöngum í samvinnu við Strætó, með áherslu á fjölgun biðstöðva og tíðari ferðir. Nýting húsnæðis í Korpu Við munum fara vel yfir allar góðar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins í Korpu og vilji okkar stendur til þess að það verði áfram nýtt í þágu skóla- og frístundastarfs. Þar hafa ýmsir kostir verið nefndir, leikskólastarfsemi, samstarf við sjálfstætt starfandi skóla o.s.frv. Tillaga meirihlutans hefur verið lögð fram í skóla- og frístundaráði og verður kynnt á næstu dögum og vikum áður en hún kemur til endanlegrar afgreiðslu. Við höfum sannfæringu fyrir því að þessar breytingar muni bæta aðbúnað og velferð barna í norðanverðum Grafarvogi auk þess að auka jafnræði barna í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Skúli Helgason Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi sem hafa það markmið að tryggja öllum nemendum fjölbreytta og góða menntun og styrkja félagslega stöðu þeirra. Kveikjan er samfelld fækkun barna í hverfinu og er nú svo komið að kostnaður á hvern nemanda í Korpuskóla er rúmlega tvöfalt meiri en við nemendur í grunnskólum borgarinnar að meðaltali. Breytingarnar fela í sér betri menntunarlegan aðbúnað fyrir börnin og bætta nýtingu fjármuna og leiða til meira jafnræðis á borgarvísu.Sterkari skólar Tillagan felur í sér að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk í Borgum og Engi ásamt frístundaheimilum á hvorum stað og einn sameiginlegur nýsköpunarskóli á unglingastigi fyrir 8.-10. bekk þar sem jafnframt verði félagsmiðstöð. Í hverjum skóla gætu orðið um 260-270 nemendur. Skólahald í Korpu leggst af, a.m.k. tímabundið, en nemendum verður boðin skólavist í Engjaskóla og tryggður skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota, þar til fjöldi nemenda í Staðarhverfi á aldrinum 6-12 ára hefur náð tölunni 150. Meiri fjölbreytni Nemendum í Korpu hefur fækkað á undanförnum sjö árum úr 140 börnum í 59 en skólinn er byggður fyrir 170 börn. Börn í árgangi eru að meðaltali fjórum sinnum færri en í meðalskólanum í borginni og eru þau t.d. aðeins fjögur í 3. bekk. Slíkt fámenni er ávísun á verri aðbúnað fyrir börnin en við viljum bjóða okkar nemendum bæði varðandi námsframboð og félagaval. Markmið okkar er að geta boðið nemendum meiri fjölbreytni í námi og ekki síður félagslega, enda er félagsfærni einn af fimm veigamestu hæfnisþáttum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur. Nýsköpunarskóli fyrir unglinga Hugmyndin um sameinaðan unglingaskóli undir merkjum nýsköpunarstefnu nýtur mikils stuðnings ekki síst meðal nemenda sjálfra enda gefst þar tækifæri til að leggja sérstaka áherslu á frumkvæði nemenda, frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýna hugsun – þætti sem gera nemendur betur í stakk búna til að mæta fjölbreyttum áskorunum 21. aldarinnar. Samgöngubætur Það er skiljanlegt að foreldrar sérstaklega yngstu barnanna í Staðarhverfi hafi áhyggjur af stöðu mála og við þeim munum við bregðast með því að tryggja yngstu börnunum skólaakstur frá Korpu í Engjaskóla þar sem fjarlægðin er 1,7 km og skipuleggja nauðsynlegar samgöngubætur til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þær fela m.a. í sér að gerð verði örugg göngu- og hjólaleið við Strandveg/Víkurveg á milli Garðsstaða og Breiðavíkur, sett verði upp gönguljós og þrenging götu við Mosaveg og unnið verði að úrbótum á almenningssamgöngum í samvinnu við Strætó, með áherslu á fjölgun biðstöðva og tíðari ferðir. Nýting húsnæðis í Korpu Við munum fara vel yfir allar góðar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins í Korpu og vilji okkar stendur til þess að það verði áfram nýtt í þágu skóla- og frístundastarfs. Þar hafa ýmsir kostir verið nefndir, leikskólastarfsemi, samstarf við sjálfstætt starfandi skóla o.s.frv. Tillaga meirihlutans hefur verið lögð fram í skóla- og frístundaráði og verður kynnt á næstu dögum og vikum áður en hún kemur til endanlegrar afgreiðslu. Við höfum sannfæringu fyrir því að þessar breytingar muni bæta aðbúnað og velferð barna í norðanverðum Grafarvogi auk þess að auka jafnræði barna í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun