Golf

Tiger færist nær 82. sigrinum á PGA-móti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger Woods á mótinu.
Tiger Woods á mótinu. vísir/getty

Tiger Woods leiðir fyrir síðasta hringinn á Zozo meistaramótinu sem fer fram í Japan um helgina en síðasti hringurinn fer fram í nótt.

Tiger er átján höggum undir pari eftir þriðja hringinn sem fór fram í nótt en heimamaðurinn Hideki Matsuyama er þremur höggum á eftir Tiger.

Þetta er fyrsta mótið sem Tiger keppir á síðan hann gekkst undir aðgerð á hné í ágúst en hann gæti jafnað met Sam Snead yfir 82 sigra á PGA-mótum.

Mótið er fyrsta PGA-mótið sem fer fram í Japan en hinn norður-írski Rory McIlroy klifraði upp töfluna í nótt. Hann er kominn í 6. sætið og er sex höggum á eftir Tiger.

Sýnt verður í beinni frá mótinu á Stöð 2 Sport Golf í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.