Golf

Karlar og konur keppa á sama golfmóti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Annika Sörenstam er einn bestu kvenkylfingur allra tíma.
Annika Sörenstam er einn bestu kvenkylfingur allra tíma. vísir/getty

Sænsku kylfingarnir Annika Sörenstam og Henrik Stenson standa fyrir stóru móti á næsta ári þar sem bæði karlar og konur keppa. Evrópumótaröð karla og kvenna hefur lagt blessun sína yfir þetta nýja mót.

Það mun heita Scandianvian Mixed og fer fram á hinum glæsilega Bro Hof Slott sem er í Stokkhólmi. 78 karlar og 78 konur fá þátttökurétt.

Verðlaunaféð verður 208 milljónir króna og mótið mun líka gefa stig inn á heimslistann í golfi.

Er mikil spenna fyrir þessu nýja móti og Stenson hefur þegar ákveðið að spila að minnsta kosti á því fyrstu þrjú árin. Sorenstam er hætt í afreksgolfi en mun taka þátt í Pro/Am-mótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.