Árangur í verki Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 15. október 2019 11:30 Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Ráðherrar okkar í heilbrigðis- og umhverfismálum hafa einnig staðið sig með miklum sóma. Nú er kjörtímabilið hálfnað og þá er viðeigandi að við komum saman aftur, förum yfir farinn veg og lítum björtum augum til framtíðar. Það skapast yfirleitt fjörugar umræður um hin ýmsu mál þegar félagar í VG koma saman og það er sérstaklega gaman að rifja upp hversu mikið af þeim málum sem landsfundur VG 2017 ályktaði um rataði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn skemmtilegra er að rifja upp hversu margt hefur komist til framkvæmdar og verður það ekki allt tíundað hér. Það má nefna eflt og endurbætt strandveiðikerfi, opinberan leigumarkað á makríl fyrir minni útgerðir og afkomutengd veiðigjöld eftir útgerðarflokkum. Allt þetta stuðlar að byggðafestu og jákvæðri byggðaþróun í sjávarbyggðunum sem VG leggur áherslu á í stjórnarsamstarfinu. Þannig má einnig nefna að lækkun greiðsluþátttöku i heilbrigðiskerfinu, efling heilsugæslunnar og fjölgun hjúkrunarrýma um allt land, uppbygging almenningssamgangna og að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa á landsbyggðinni voru allt mál sem landsfundur VG 2017 kom sér saman um. Það á einnig við um sjálfbæran landbúnað og viðbrögð við vanda sauðfjárbænda. Búið er að skapa ramma utan um uppbyggingu fiskeldis sem sátt er um og að sú atvinnugrein byggist upp í sátt við náttúru og samfélag. Sú atvinnugrein hefur verið í miklum vexti á Vestfjörðum og blásið lífi í byggðarlög sem hafa átt í vök að verjast um langa hríð. Það eru mörg verk eftir óunninn og við viljum svo gjarnan fá að heyra það milliliðalaust frá okkar félögum hvar við eigum að beita kröftunum á seinni helmingi kjörtímabilsins. Uppbygging flutningskerfis raforku, lækkun á dreifingarkostnaði á raforku og að koma í veg fyrir jarðasöfnun auðmanna eru málefni sem mér eru hugleikin og þarf að vinna áfram að svo byggðirnar séu sterkar og ákjósanlegar til búsetu. Við erum að halda áfram að byggja ofan á Lífskjarasamningana með kjarabótum til aldraðra, öryrkja og almennings m.a. í formi framboðs á ódýru húsnæði og þrepaskiptu skattkerfi og aðgengi að menntun og menningu óháð efnahag og búsetu við erum að efla velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn eins og áherslan á umhverfis og loftslagsmál ber með sér og stórátak í innviðauppbyggingu í samgöngu- og heilbrigðismálum eru skýr dæmi um. Það er því deginum ljósara að það skiptir máli að VG komi að því að stjórna landinu.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri græn Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Ráðherrar okkar í heilbrigðis- og umhverfismálum hafa einnig staðið sig með miklum sóma. Nú er kjörtímabilið hálfnað og þá er viðeigandi að við komum saman aftur, förum yfir farinn veg og lítum björtum augum til framtíðar. Það skapast yfirleitt fjörugar umræður um hin ýmsu mál þegar félagar í VG koma saman og það er sérstaklega gaman að rifja upp hversu mikið af þeim málum sem landsfundur VG 2017 ályktaði um rataði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn skemmtilegra er að rifja upp hversu margt hefur komist til framkvæmdar og verður það ekki allt tíundað hér. Það má nefna eflt og endurbætt strandveiðikerfi, opinberan leigumarkað á makríl fyrir minni útgerðir og afkomutengd veiðigjöld eftir útgerðarflokkum. Allt þetta stuðlar að byggðafestu og jákvæðri byggðaþróun í sjávarbyggðunum sem VG leggur áherslu á í stjórnarsamstarfinu. Þannig má einnig nefna að lækkun greiðsluþátttöku i heilbrigðiskerfinu, efling heilsugæslunnar og fjölgun hjúkrunarrýma um allt land, uppbygging almenningssamgangna og að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa á landsbyggðinni voru allt mál sem landsfundur VG 2017 kom sér saman um. Það á einnig við um sjálfbæran landbúnað og viðbrögð við vanda sauðfjárbænda. Búið er að skapa ramma utan um uppbyggingu fiskeldis sem sátt er um og að sú atvinnugrein byggist upp í sátt við náttúru og samfélag. Sú atvinnugrein hefur verið í miklum vexti á Vestfjörðum og blásið lífi í byggðarlög sem hafa átt í vök að verjast um langa hríð. Það eru mörg verk eftir óunninn og við viljum svo gjarnan fá að heyra það milliliðalaust frá okkar félögum hvar við eigum að beita kröftunum á seinni helmingi kjörtímabilsins. Uppbygging flutningskerfis raforku, lækkun á dreifingarkostnaði á raforku og að koma í veg fyrir jarðasöfnun auðmanna eru málefni sem mér eru hugleikin og þarf að vinna áfram að svo byggðirnar séu sterkar og ákjósanlegar til búsetu. Við erum að halda áfram að byggja ofan á Lífskjarasamningana með kjarabótum til aldraðra, öryrkja og almennings m.a. í formi framboðs á ódýru húsnæði og þrepaskiptu skattkerfi og aðgengi að menntun og menningu óháð efnahag og búsetu við erum að efla velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn eins og áherslan á umhverfis og loftslagsmál ber með sér og stórátak í innviðauppbyggingu í samgöngu- og heilbrigðismálum eru skýr dæmi um. Það er því deginum ljósara að það skiptir máli að VG komi að því að stjórna landinu.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar