Handbolti

Bjarki Már valinn bestur í september

Bjarki Már í leik með íslenska landsliðinu
Bjarki Már í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Andri

Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo í þýsku úrvalseildinni í handbolta sem og íslenska landsliðsins, gerði sér lítið fyrir og var kosinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í septembermánuði.

Alls lék Bjarki Már fimm leiki fyrir Lemgo í september og skoraði hann hvorki meira né minna en 50 mörk eða 10 mörk að meðaltali í leikjunum fimm.

Alls fékk Bjarki 40% allra atkvæða en þar á eftir komu þeir Demenico Ebner (23%), Morten Olsen (21%) og Stefan Cavor (13%).

Bjarki Már hefur átt frábært tímabil til þessa með Lemgo en hann er næst markahæsti leikmaður deildarinnar með 68 mörk talsins eða að meðaltali 7,6 mörk í leik. Aðeins Uwe Gensheimer, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, hefur skorað meira en hann er með 76 mörk alls í vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.