Handbolti

Bjarki Már valinn bestur í september

Bjarki Már í leik með íslenska landsliðinu
Bjarki Már í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Andri
Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo í þýsku úrvalseildinni í handbolta sem og íslenska landsliðsins, gerði sér lítið fyrir og var kosinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í septembermánuði.Alls lék Bjarki Már fimm leiki fyrir Lemgo í september og skoraði hann hvorki meira né minna en 50 mörk eða 10 mörk að meðaltali í leikjunum fimm.Alls fékk Bjarki 40% allra atkvæða en þar á eftir komu þeir Demenico Ebner (23%), Morten Olsen (21%) og Stefan Cavor (13%).Bjarki Már hefur átt frábært tímabil til þessa með Lemgo en hann er næst markahæsti leikmaður deildarinnar með 68 mörk talsins eða að meðaltali 7,6 mörk í leik. Aðeins Uwe Gensheimer, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, hefur skorað meira en hann er með 76 mörk alls í vetur.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.