Tollfrelsi EES og álið Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 16. október 2019 07:15 Í ár fagnar álframleiðsla á Íslandi 50 ára afmæli, en hálf öld er liðin frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Framleitt magn var ekkert í líkingu við það sem framleitt er á Íslandi í dag, en með árunum jókst framleiðsla áls í Straumsvík og víðar á landinu og er framleiðslan á Íslandi í dag tæp 900 þúsund tonn á ári. Mikilvægi álframleiðslu fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag er ótvírætt. Áliðnaðurinn skapar Íslandi ríkar gjaldeyristekjur og mikið af hátekju- og sérfræðistörfum. Hvort tveggja er mælikvarði á gæði þeirra starfa sem tiltekinn iðnaður skapar. Á síðasta ári fluttu íslensku álverin út afurðir fyrir 220 milljarða króna. Stærsti markaður álveranna er Evrópa. Innflutningur inn á Evrópumarkað frá löndum utan markaðarins er tollskyldur upp á fjögur til sjö prósent, en sökum aðildar Íslands að EES-svæðinu er Ísland fyrir innan tollamúrana.Álframleiðsla nýtur góðs af EES-aðild Í nýlegri skýrslu starfshóps um EES-samstarfið kemur fram að álframleiðsla á Íslandi njóti mjög góðs af aðild Íslands að EES. Í skýrslu starfshópsins kemur m.a. fram að „sameiginlegi EES-markaðurinn sé markaðssvæði íslenskra álvera. Þau eru þar innan tollamúra, en tollar á ál sem flutt er inn á evrópska efnahagssvæðið eru á bilinu 4-7%.“ Íslenskt efnahagslíf á mikið undir því að hér séu til staðar öflugar útflutningsgreinar og er stóriðjan ein þriggja undirstöðuatvinnugreina Íslendinga ásamt ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Stóriðjan telur fyrir um 15% útflutningstekna Íslendinga og kaupir um 80% af allri framleiddri orku hér á landi. Ör tækniþróun undanfarin ár hefur gert það að verkum að stærð álvera skiptir meira máli upp á hagkvæmni þeirra en talið var á árum áður. Þess vegna er það stóriðjunni mikilvægt að vera áfram innan tollamúra EES-svæðisins, og án EES-samningsins væri staða álframleiðslunnar, sem hefur byggt upp traustan grunn íslensks efnahagslífs í hálfa öld, önnur og verri en við þekkjum hana í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Njáll Trausti Friðbertsson Utanríkismál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í ár fagnar álframleiðsla á Íslandi 50 ára afmæli, en hálf öld er liðin frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Framleitt magn var ekkert í líkingu við það sem framleitt er á Íslandi í dag, en með árunum jókst framleiðsla áls í Straumsvík og víðar á landinu og er framleiðslan á Íslandi í dag tæp 900 þúsund tonn á ári. Mikilvægi álframleiðslu fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag er ótvírætt. Áliðnaðurinn skapar Íslandi ríkar gjaldeyristekjur og mikið af hátekju- og sérfræðistörfum. Hvort tveggja er mælikvarði á gæði þeirra starfa sem tiltekinn iðnaður skapar. Á síðasta ári fluttu íslensku álverin út afurðir fyrir 220 milljarða króna. Stærsti markaður álveranna er Evrópa. Innflutningur inn á Evrópumarkað frá löndum utan markaðarins er tollskyldur upp á fjögur til sjö prósent, en sökum aðildar Íslands að EES-svæðinu er Ísland fyrir innan tollamúrana.Álframleiðsla nýtur góðs af EES-aðild Í nýlegri skýrslu starfshóps um EES-samstarfið kemur fram að álframleiðsla á Íslandi njóti mjög góðs af aðild Íslands að EES. Í skýrslu starfshópsins kemur m.a. fram að „sameiginlegi EES-markaðurinn sé markaðssvæði íslenskra álvera. Þau eru þar innan tollamúra, en tollar á ál sem flutt er inn á evrópska efnahagssvæðið eru á bilinu 4-7%.“ Íslenskt efnahagslíf á mikið undir því að hér séu til staðar öflugar útflutningsgreinar og er stóriðjan ein þriggja undirstöðuatvinnugreina Íslendinga ásamt ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Stóriðjan telur fyrir um 15% útflutningstekna Íslendinga og kaupir um 80% af allri framleiddri orku hér á landi. Ör tækniþróun undanfarin ár hefur gert það að verkum að stærð álvera skiptir meira máli upp á hagkvæmni þeirra en talið var á árum áður. Þess vegna er það stóriðjunni mikilvægt að vera áfram innan tollamúra EES-svæðisins, og án EES-samningsins væri staða álframleiðslunnar, sem hefur byggt upp traustan grunn íslensks efnahagslífs í hálfa öld, önnur og verri en við þekkjum hana í dag.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar