Formúla 1

Formúla 1 í Miami árið 2021

Bragi Þórðarson skrifar
Red Bull tók þátt í Formúlu 1 sýningu í Miami í fyrra.
Red Bull tók þátt í Formúlu 1 sýningu í Miami í fyrra. Getty

Áætlað er að halda Formúlu 1 kappakstur á götum Miami í Flórída árið 2021. Liberty Media, bandaríska fyrirtækið sem rekur Formúlu 1, hefur náð samkomulagi við Miami Dolphins um að hafa kappaksturinn í kringum Hard Rock leikvanginn árið 2021.

Lengi hefur það verið á teikniborðinu að halda kappakstur í Miami og samkomulagið við NFL liðið mun mjög sennilega gera það að veruleika.

Það er þó enn langt í land fyrir skipuleggjendur því þó að samningar hafi náðst fyrir að nota Hard Rock leikvanginn á eftir að fá leyfi borgaryfirvalda.

Brautin verður öll á svæði í eigu Stephen Rosso, eigandi NFL liðsins Miami Dolphins. Kappaksturinn minnir því örlítið á Las Vegas kappaksturinn sem haldinn var árin 1981 og 82 á bílastæði Ceasers Palace hótelsins.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.