Körfubolti

Öruggt hjá Keflavík og Haukum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þóra í leik með Haukum.
Þóra í leik með Haukum. vísir/getty

Keflavík, Haukar og Skallagrímur fóru með sigra í Domino's deild kvenna í kvöld.

Haukar unnu stórsigur á Grindavík suður með sjó. Gestirnir úr Hafnarfirði tóku frumkvæðið og leiddu 43-27 í hálfleik.

Grindavík náði að standa í gestunum í þriðja leikhluta en í þeim fjórða völtuðu Haukar yfir heimakonur og endaði leikurinin í 100-56 sigri.

Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst Hauka með 17 stig og Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði 14. Hjá Grindavík var Kamilah Jackson stigahæst með 16.

Í Stykkishólmi fór fram Vesturlandssigur þegar Skallagrímur mætti í heimsókn.

Gestirnir úr Borgarnesi höfðu betur 68-54 eftir að hafa leitt 41-27 í hálfleik.

Chandler Smith var stigahæst Snæfellskvenna með 15 stig. Hjá Skallagrími dró Keira Robinson vagninn með 26 stig.

Keflavík fékk Breiðablik í heimsókn og byrjuðu heimakonur mun sterkari og héldu Breiðabliki í aðeins 10 stigum í fyrsta leikhluta.

Leiknum lauk með öruggum 89-56 sigri Keflavíkur.

Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík með 26 stig og líkt og Violet Morrow í liði Breiðabliks.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.