Körfubolti

Öruggt hjá Keflavík og Haukum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þóra í leik með Haukum.
Þóra í leik með Haukum. vísir/getty
Keflavík, Haukar og Skallagrímur fóru með sigra í Domino's deild kvenna í kvöld.

Haukar unnu stórsigur á Grindavík suður með sjó. Gestirnir úr Hafnarfirði tóku frumkvæðið og leiddu 43-27 í hálfleik.

Grindavík náði að standa í gestunum í þriðja leikhluta en í þeim fjórða völtuðu Haukar yfir heimakonur og endaði leikurinin í 100-56 sigri.

Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst Hauka með 17 stig og Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði 14. Hjá Grindavík var Kamilah Jackson stigahæst með 16.

Í Stykkishólmi fór fram Vesturlandssigur þegar Skallagrímur mætti í heimsókn.

Gestirnir úr Borgarnesi höfðu betur 68-54 eftir að hafa leitt 41-27 í hálfleik.

Chandler Smith var stigahæst Snæfellskvenna með 15 stig. Hjá Skallagrími dró Keira Robinson vagninn með 26 stig.

Keflavík fékk Breiðablik í heimsókn og byrjuðu heimakonur mun sterkari og héldu Breiðabliki í aðeins 10 stigum í fyrsta leikhluta.

Leiknum lauk með öruggum 89-56 sigri Keflavíkur.

Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík með 26 stig og líkt og Violet Morrow í liði Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×