Handbolti

Haukur Þrastar á toppnum á báðum listum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson.
Haukur Þrastarson. Vísir/Vilhelm

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er í efsta sætinu á tveimur topplistum eftir sex fyrstu umferðir Olís deildar karla í handbolta.

Haukur hefur skorað flest mörk allra leikmanna en hann er einnig sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar á félaga sína.

Haukur hefur skorað 8,0 mörk að meðaltali í leik og þá er hann einnig með 6,2 stoðsendingar að meðaltali. Haukur hefur því komið með beinum hætti að 14,2 mörkum að meðaltali í leik.

Haukur hefur skorað fjórum mörkum meira en næsti maður (48 mörk) sem er Eyjamaðurinn Kristján Örn Kristjánsson með 44 mörk. Í þriðja sætinu eru síðan þeir Kristján Orri Jóhannsson hjá ÍR og Ásbjörn Friðriksson hjá FH sem hafa skorað 37 mörk hvor.

Fjölnismaðurinn Breki Dagsson er í þriðja sæti þegar kemur að meðalskori en hann hefur skorað 7,2 mörk í leik. Haukur er með 8,2 mörk í leik en Kristján Örn Kristjánsson er með 7,3 mörk í leik.

Haukur er síðan með sjö stoðsendinga forskot á næsta mann sem er KA-maðurinn Áki Egilsnes. Haukur er með 37 stoðsendingar en Áki er með 30 stoðsendingar. Tumi Steinn Rúnarsson hjá Aftureldingu er síðan þriðji með 22 stoðsendingar.

Tölfræðin er fengin frá HBStatz.

Flest mörk að meðaltali í leik í fyrstu 6 umferðum Olís deildar karla:
8,2 - Haukur Þrastarson, Selfoss
7,3 - Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV
7,2 - Breki Dagsson, Fjölnir
6,2 - Kristján Orri Jóhannsson, ÍR
6,2 - Ásbjörn Friðriksson, FH
6,2 - Guðmundur Árni Ólafsson, Aftureldingu
6,2 - Anton Rúnarsson, Val
5,8 - Hergeir Grímsson, Selfossi
5,5 - Sturla Ásgeirsson, ÍR
5,3 - Hákon Daði Styrmisson, ÍBV
5,3 - Matthías Daðason, Fram

Flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í fyrstu 6 umferðum Olís deildar karla:
6,2 - Haukur Þrastarson, Selfossi
5,0 - Áki Egilsnes, KA
3,7 - Tumi Steinn Rúnarsson, Aftureldingu
3,5 - Hafþór Vignisson, ÍR
3,5 - Dagur Arnarsson, ÍBV
3,3 - Ásbjörn Friðriksson, FH
3,0 - Breki Dagsson, Fjölni
2,8 - Þorgrímur Smári Ólafsson, Fram
2,7 - Birkir Benediktsson, Aftureldingu
2,7 - Árni Steinn Steinþórsson, Selfossi
2,7 - Atli Már Báruson, Haukum
2,7 - Fannar Þór Friðgeirsson, ÍBVAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.