Handbolti

Dregið í 16-liða úrslit Coca-Cola bikarsins: Stórleikir í Hafnarfirði og Garðabæ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli Már Báruson mætir sínum gömlu félögum í Val í 16-liða úrslitum bikarsins.
Atli Már Báruson mætir sínum gömlu félögum í Val í 16-liða úrslitum bikarsins. vísir/vilhelm

Dregið var í 16-liða úrslit Coca-Cola bikars karla og kvenna í lúxussalnum í Smárabíó í dag.

Það er stórleikur í karlaflokki er Haukar og Valur mætast í Schenkerhöllinni en alls eru fjórir úrvalsdeildarslagir hjá körlunum.

Í kvennaflokki er stórleikurinn án vafa milli Stjörnunnar og Fram en bæði lið eru við toppinn í Olís-deild kvenna.

Leikirnir hjá stelpunum fara fram 6. nóvember en hjá strákunum 21. nóvember.

16-liða úrslitin hjá körlunum:
Stjarnan - HK
Haukar - Valur
Grótta - FH
Afturelding - KA
Þróttur - ÍBV
Fjölnir - Fram
Mílan - ÍR
Þór - Selfoss

16-liða úrslitin hjá konunum:
Selfoss - KA/Þór
Haukar - ÍBV
HK - Afturelding
Fylkir - Fjölnir
ÍR - Grótta
Víkingur - FH
Stjarnan - Fram

Bikarmeistarar Vals sitja hjá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.