Handbolti

Dregið í 16-liða úrslit Coca-Cola bikarsins: Stórleikir í Hafnarfirði og Garðabæ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli Már Báruson mætir sínum gömlu félögum í Val í 16-liða úrslitum bikarsins.
Atli Már Báruson mætir sínum gömlu félögum í Val í 16-liða úrslitum bikarsins. vísir/vilhelm
Dregið var í 16-liða úrslit Coca-Cola bikars karla og kvenna í lúxussalnum í Smárabíó í dag.Það er stórleikur í karlaflokki er Haukar og Valur mætast í Schenkerhöllinni en alls eru fjórir úrvalsdeildarslagir hjá körlunum.Í kvennaflokki er stórleikurinn án vafa milli Stjörnunnar og Fram en bæði lið eru við toppinn í Olís-deild kvenna.Leikirnir hjá stelpunum fara fram 6. nóvember en hjá strákunum 21. nóvember.16-liða úrslitin hjá körlunum:

Stjarnan - HK

Haukar - Valur

Grótta - FH

Afturelding - KA

Þróttur - ÍBV

Fjölnir - Fram

Mílan - ÍR

Þór - Selfoss16-liða úrslitin hjá konunum:

Selfoss - KA/Þór

Haukar - ÍBV

HK - Afturelding

Fylkir - Fjölnir

ÍR - Grótta

Víkingur - FH

Stjarnan - FramBikarmeistarar Vals sitja hjá.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.