Handbolti

Seinni bylgjan: „Loksins“ gat Ari Magnús eitthvað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ari Magnús Þorgeirsson.
Ari Magnús Þorgeirsson. Mynd/S2 Sport
Ari Magnús Þorgeirsson svaraði gagnrýni þjálfara síns eins og alvöru maður eða inn á sjálfum vellinum þegar hann leiddi Stjörnuliðið til sigurs á móti HK.Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, hafði gagnrýnt spilamennsku Ara í sjónvarpsviðtali fyrir leik liðsins á móti HK.Ari Magnús svaraði með sex mörkum úr aðeins átta skotum og bætti einnig við fimm stoðsendingum. Stjarnan naut líka góðs af því og vann leikinn.Smári Jökull Jónsson, blaðamaður Vísis og Seinni bylgjunnar á leiknum, fékk Ara í viðtal eftir leikinn.„Ég er að verða 33 ára en hefði ég verið 22 ára þá hefði ég brugðist öðruvísi við. Maður varð bara að svara inn á vellinum. Ég átti ágætan leik og loksins gat ég eitthvað. Þetta var því alveg rétt sem Rúnar var að segja því ég hef ekkert getað,“ sagði Ari léttur.Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Ara í þættinum í gær og Ágúst Jóhannsson fór yfir það hversu góður Ari er að útfæra taktíkina inn á vellinum. Það má finna innslagið um hann hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Ara Magnús

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.