Handbolti

Seinni bylgjan: Passívur varnarleikur ÍR í Safamýri

Ágúst Jóhannsson fór í greiningarhornið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport og fór yfir leik Fram og ÍR í Olísdeild karla.

Framarar urðu fyrsta liðið til þess að vinna ÍR í síðustu umferð þegar þeir fóru með 29-28 sigur í Safamýrinni.

„Mér fannst varnarleikurinn hjá ÍR, sérstaklega í fyrri hálfleik, mjög slakur,“ sagði Ágúst.

„Þeir voru framan af mjög passívir.“

„Þeir standa illa ÍR-ingarnir og þeir ná ekki að klára brotin.“

Fram spilaði hins vegar góðan varnarleik í leiknum að mati Ágústs og eru Framarar nú búnir að vinna tvo leiki í röð í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.