Handbolti

Bjarki Már skoraði níu í tapi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarki Már skorar og skorar fyrir Lemgo
Bjarki Már skorar og skorar fyrir Lemgo vísir/getty

Þrátt fyrir stórleik þá náði Bjarki Már Elísson ekki að vera markahæstur í liði Lemgo sem tapaði fyrir Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Bjarki Már skoraði níu mörk í 34-32 tapi Lemgo á útivelli. Jonathan Carlsbogard var markahæstur með 10 mörk.

Lemgo hafði verið yfir í leiknum í hálfleik, 16-17, en missti leikinn frá sér í seinni hálfleik.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í jafntefli við Hannover-Burgdorf.

Leiknum lauk með 29-29 jafntefli en Ljónin höfðu verið með undirtökin í leiknum og leitt 12-15 í hálfleik.

Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Stuttgart í 28-33 tapi fyrir Magdeburg á útivelli. Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen töpuðu 27-28 fyrir Melsungen.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.