Skiptir máli Hörður Ægisson skrifar 18. október 2019 07:00 Lífeyrissjóðirnir sátu fastir á bak við fjármagnshöft í átta ár. Fjárfestingar þeirra einskorðuðust við innlendar eignir og sjóðirnir gegndu lykilhlutverki við endurreisn hlutabréfamarkaðarins. Það þurfti því tæpast að koma á óvart þegar losað var um höftin í ársbyrjun 2017 að lífeyrissjóðirnir myndu fara að horfa út fyrir landsteinana – það var nauðsynlegt til að bæta áhættudreifingu í eignasafni þeirra. Sú hefur orðið raunin en erlendar eignir sjóðanna hafa aukist um þriðjung og eru nærri 30 prósentum af heildareignum. Árleg nettó iðgjöld nema um 150 milljörðum og meirihluta þeirra fjármuna, sparnaði landsmanna, er ráðstafað til kaupa á erlendum eignum. Þessi þróun er jákvæð og fyrirséð að hún muni halda áfram. Þetta hefur hins vegar líka haft aðrar og síðri afleiðingar í för með sér. Lífeyrissjóðirnir eru langsamlega umsvifamestu leikendurnir, með samanlagt um helming allra skráðra hlutabréfa, og á sama tíma og sjóðirnir hafa nánast sagt skilið við markaðinn hafa aðrir – einkafjárfestar, verðbréfasjóðir, erlendir fjárfestar eða almenningur – ekki fyllt upp í skarð þeirra. Niðurstaðan hefur verið fyrirsjáanleg. Það hefur dregið úr virkri stýringu og seljanleiki er mun minni en áður. Þetta veldur því, eins og Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, nefndi réttilega í viðtali við Markaðinn í vikunni, að hlutabréfamarkaðurinn er ekki að sinna því hlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun fyrirtækja í Kauphöllinni hverju sinni. Þetta er áhyggjuefni. Hvað er til ráða? Ætli sjóðirnir sér að fjárfesta í stórum stíl erlendis þá skiptir sköpum, ef við viljum viðhalda stöðugleika í fjármagnsflæði til og frá landinu svo ekki myndist of mikill þrýstingur til gengisveikingar, að innlendi markaðurinn sé í lagi. Þar hafa lífeyrissjóðirnir hlutverki að gegna og þeir hljóta að spyrja sig hvað þeir geti gert til að bæta virkni á markaði. Ein mikilvæg forsenda þess að erlendir sjóðir sýni markaðinum áhuga, með tilheyrandi innflæði fjármagns, er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki – að öðrum kosti verða fjárfestingar þeirra aðeins hverfandi. Því er ekki fyrir að fara í dag og birtist meðal annars í því að veltan, sem hlutfall af markaðsvirði fyrirtækja, hefur dregist saman og miklar og ýktar sveiflur einkenna markaðinn. Það eru ekki hagsmunir stærstu eigenda fyrirtækja í Kauphöllinni að slík staða verði viðvarandi. Fáir deila líklega um vandann. Fyrir stjórnvöld er augljóst hvað þau geta gert. Sem fyrsta skref væri nærtækast að heimila landsmönnum að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til virkra verðbréfasjóða sem væri til þess fallið að auka skoðanaskipti á markaði. Heilbrigður og öflugur hlutabréfamarkaður, sem veitir upplýsingar um gang mála í hagkerfinu hverju sinni og er þá um leið grunnur að viðskiptum á öðrum eignamörkuðum, skiptir hagsmuni almennings máli. Hættan er hins vegar sú að stórir hluthafar fyrirtækja, sem fullyrða má að eru hugsi yfir stöðunni, sjái ekki lengur hag sínum borgið í því að vera í Kauphöllinni og muni því sækjast eftir afskráningu á markaði. Með sama framhaldi er einsýnt að sú verður niðurstaðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir sátu fastir á bak við fjármagnshöft í átta ár. Fjárfestingar þeirra einskorðuðust við innlendar eignir og sjóðirnir gegndu lykilhlutverki við endurreisn hlutabréfamarkaðarins. Það þurfti því tæpast að koma á óvart þegar losað var um höftin í ársbyrjun 2017 að lífeyrissjóðirnir myndu fara að horfa út fyrir landsteinana – það var nauðsynlegt til að bæta áhættudreifingu í eignasafni þeirra. Sú hefur orðið raunin en erlendar eignir sjóðanna hafa aukist um þriðjung og eru nærri 30 prósentum af heildareignum. Árleg nettó iðgjöld nema um 150 milljörðum og meirihluta þeirra fjármuna, sparnaði landsmanna, er ráðstafað til kaupa á erlendum eignum. Þessi þróun er jákvæð og fyrirséð að hún muni halda áfram. Þetta hefur hins vegar líka haft aðrar og síðri afleiðingar í för með sér. Lífeyrissjóðirnir eru langsamlega umsvifamestu leikendurnir, með samanlagt um helming allra skráðra hlutabréfa, og á sama tíma og sjóðirnir hafa nánast sagt skilið við markaðinn hafa aðrir – einkafjárfestar, verðbréfasjóðir, erlendir fjárfestar eða almenningur – ekki fyllt upp í skarð þeirra. Niðurstaðan hefur verið fyrirsjáanleg. Það hefur dregið úr virkri stýringu og seljanleiki er mun minni en áður. Þetta veldur því, eins og Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, nefndi réttilega í viðtali við Markaðinn í vikunni, að hlutabréfamarkaðurinn er ekki að sinna því hlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun fyrirtækja í Kauphöllinni hverju sinni. Þetta er áhyggjuefni. Hvað er til ráða? Ætli sjóðirnir sér að fjárfesta í stórum stíl erlendis þá skiptir sköpum, ef við viljum viðhalda stöðugleika í fjármagnsflæði til og frá landinu svo ekki myndist of mikill þrýstingur til gengisveikingar, að innlendi markaðurinn sé í lagi. Þar hafa lífeyrissjóðirnir hlutverki að gegna og þeir hljóta að spyrja sig hvað þeir geti gert til að bæta virkni á markaði. Ein mikilvæg forsenda þess að erlendir sjóðir sýni markaðinum áhuga, með tilheyrandi innflæði fjármagns, er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki – að öðrum kosti verða fjárfestingar þeirra aðeins hverfandi. Því er ekki fyrir að fara í dag og birtist meðal annars í því að veltan, sem hlutfall af markaðsvirði fyrirtækja, hefur dregist saman og miklar og ýktar sveiflur einkenna markaðinn. Það eru ekki hagsmunir stærstu eigenda fyrirtækja í Kauphöllinni að slík staða verði viðvarandi. Fáir deila líklega um vandann. Fyrir stjórnvöld er augljóst hvað þau geta gert. Sem fyrsta skref væri nærtækast að heimila landsmönnum að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til virkra verðbréfasjóða sem væri til þess fallið að auka skoðanaskipti á markaði. Heilbrigður og öflugur hlutabréfamarkaður, sem veitir upplýsingar um gang mála í hagkerfinu hverju sinni og er þá um leið grunnur að viðskiptum á öðrum eignamörkuðum, skiptir hagsmuni almennings máli. Hættan er hins vegar sú að stórir hluthafar fyrirtækja, sem fullyrða má að eru hugsi yfir stöðunni, sjái ekki lengur hag sínum borgið í því að vera í Kauphöllinni og muni því sækjast eftir afskráningu á markaði. Með sama framhaldi er einsýnt að sú verður niðurstaðan.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun