Spegill, spegill herm þú mér Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. október 2019 07:00 Bretland er á hliðinni og þjóðin klofin í herðar niður. Það er ekki Brexit og yfirvofandi lyfjaskortur í landinu sem veldur. Það er ekki heldur hræðilegur stríðsrekstur úti í heimi þar sem lítil börn eru sprengd upp sem framkallar bræðina. Og ekki heldur er það klassísk átakalínan í höllinni, nú milli Meghan og Kate, sem fólk deilir um. Bretland er á hliðinni vegna Instagram-stríðs eiginkvenna tveggja fótboltamanna. Deilan snýst um upplýsingaleka af Instagram-reikningi Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney. Sem áhrifavaldur birtir Coleen þar myndir og pælingar, uppskriftir og mjúkt klám og uppsker mikið lof fyrir. Eins og áhrifavalda er siður er þar að finna fjölmargar og ritstýrðar myndir af rassinum á henni, og það þótt rassinn virðist reyndar bara mikill miðlungsrass. Enda eru ekki einu sinni fótboltamenn á Englandi myndarlegir og konurnar þeirra þar af leiðandi kannski ekki heldur.Instagram-stríðið Alltaf hvíldi þó einhver skuggi yfir Instagram-síðunni og Coleen hafði lengi vikið frá sér óþægilegum hugsunum. Hana grunaði að svikari leyndist í samfélagi hennar á Instagram og með tímanum hafði ónotatilfinning hennar vaxið og orðið að grunsemdum. Grunsemdirnar blómguðust og sá tími kom að þær urðu að rannsókn og tálbeituaðgerð. Þegar svo var komið mátti Coleen búa við það að færslur hennar á Instagram enduðu reglulega í The Sun. Gat verið að á meðal vina hennar væri svikari sem lak færslum hennar í fjölmiðla? Coleen brást hárrétt við í erfiðri stöðu. Sem áhrifavaldur með sjálfsvirðingu setti hún út falsfréttir mánuðum saman til að svæla svikarann út. Í þaulhugsaðri tálbeituaðgerðinni fikraði hún sig smátt og smátt áfram. Í rannsóknum telur auðvitað ekkert eins og að kunna þá list að bíða. Hún fækkaði smátt og smátt í hópi viðtakenda (án þeirra vitneskju) til þess að hafa uppi á kjaftaskinum. Fréttirnar voru meðal annars af því að Rooney-hjónin væru í Mexíkó í svokallaðri„baby gender selection treatment“, aðrar af því að hún væri með sjónvarpsþátt í bígerð og loks fréttir af því að kjallarinn í húsi þeirra hjóna læki. Að lokum stóð aðeins einn aðili eftir eftir og færsla sem aðeins hún sá rataði í fjölmiðla. Coleen upplýsti ekki aðeins um svikin heldur einnig um það að svikarinn væri Rebakah Vardy. Vardy er eiginkona Jamie Vardy, en maður hennar hefur rétt eins og maður Coleen verið landsliðsmaður. Málið varðar því þjóðarhagsmuni. Vardy hefur að vísu neitað sök og hefur ráðið til sín sérfræðinga í netrannsóknum. Fréttatilkynningar hennar bera með sér að vörn hennar byggi á því að Instagram-reikningur hennar sé hafður fyrir rangri sök. Þung orð hafa fallið um svik Rebakah Vardy sem hefur þurft að greiða makleg málagjöld fyrir syndir sínar með því að sæta dynjandi skömmum og níðskap á netinu. Almannatenglar hafa borist á banaspjótum en sem stendur er staða Vardy nokkuð þröng. Þetta mál ætlar að reynast henni brekka. Coleen er aftur á móti ný þjóðhetja og breska pressan metur stöðu hennar á pari við stöðu Hugh Grant í Love Actually þegar breski forsætisráðherrann lét bandaríska forsetann heyra það. Þrátt fyrir að breska lekamálið teljist nú upplýst skilur þessi nútímaharmleikur eftir sig spurningar.WAGatha Christie Svarið við spurningunni um hvort svikari leyndist meðal vina var eins og í öllum alvöru harmleikjum vitaskuld, já. Auðvitað var svikari. Það er alltaf svikari. Skellurinn veldur því að breska þjóðin skilur að nú þarf að fara fram sársaukafullt uppgjör. Eiginkonur og kærustur fótboltamanna í Bretlandi (wifes and girlfriends) eru kallaðar WAG’S og Coleen hefur með listilegri tálbeituaðgerð sinni fengið titilinn WAGatha Christie. Breskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga um ekkert annað mál fjallað. Þeir hafa rækt hlutverk sitt af alúð og sagt þjóðinni allt og meira til um málið. Önnur mál bíða. Leikarar í öðrum harmleikjum heimsins verða að þjást og deyja í kyrrþey á meðan. Saga fótboltaeiginkvennanna er kannski grískur harmleikur okkar daga, þar sem svik komast upp um síðir, hér með því að söguhetjan felur sig bakvið gluggatjöld og heyrir ráðabruggið. Coleen heyrði svikarana hvíslast á um launráð og svældi svikarann út. Auðvitað er þessi harmleikur dálítið sniðugur og mátulega dramatískur og ég játa að ég hef fylgst vandræðalega mikið með málinu. Það er eitthvað við furðuleg bresk hneykslismál sem lokkar og kitlar. Instagram-sagan er vissulega saga svika, uppgjöra og að lokum sigurs. En hún er líka spegill þjóðar. „Sýndu mér fræga fólkið þitt og ég skal segja þér hver þjóðin er.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Bretland er á hliðinni og þjóðin klofin í herðar niður. Það er ekki Brexit og yfirvofandi lyfjaskortur í landinu sem veldur. Það er ekki heldur hræðilegur stríðsrekstur úti í heimi þar sem lítil börn eru sprengd upp sem framkallar bræðina. Og ekki heldur er það klassísk átakalínan í höllinni, nú milli Meghan og Kate, sem fólk deilir um. Bretland er á hliðinni vegna Instagram-stríðs eiginkvenna tveggja fótboltamanna. Deilan snýst um upplýsingaleka af Instagram-reikningi Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney. Sem áhrifavaldur birtir Coleen þar myndir og pælingar, uppskriftir og mjúkt klám og uppsker mikið lof fyrir. Eins og áhrifavalda er siður er þar að finna fjölmargar og ritstýrðar myndir af rassinum á henni, og það þótt rassinn virðist reyndar bara mikill miðlungsrass. Enda eru ekki einu sinni fótboltamenn á Englandi myndarlegir og konurnar þeirra þar af leiðandi kannski ekki heldur.Instagram-stríðið Alltaf hvíldi þó einhver skuggi yfir Instagram-síðunni og Coleen hafði lengi vikið frá sér óþægilegum hugsunum. Hana grunaði að svikari leyndist í samfélagi hennar á Instagram og með tímanum hafði ónotatilfinning hennar vaxið og orðið að grunsemdum. Grunsemdirnar blómguðust og sá tími kom að þær urðu að rannsókn og tálbeituaðgerð. Þegar svo var komið mátti Coleen búa við það að færslur hennar á Instagram enduðu reglulega í The Sun. Gat verið að á meðal vina hennar væri svikari sem lak færslum hennar í fjölmiðla? Coleen brást hárrétt við í erfiðri stöðu. Sem áhrifavaldur með sjálfsvirðingu setti hún út falsfréttir mánuðum saman til að svæla svikarann út. Í þaulhugsaðri tálbeituaðgerðinni fikraði hún sig smátt og smátt áfram. Í rannsóknum telur auðvitað ekkert eins og að kunna þá list að bíða. Hún fækkaði smátt og smátt í hópi viðtakenda (án þeirra vitneskju) til þess að hafa uppi á kjaftaskinum. Fréttirnar voru meðal annars af því að Rooney-hjónin væru í Mexíkó í svokallaðri„baby gender selection treatment“, aðrar af því að hún væri með sjónvarpsþátt í bígerð og loks fréttir af því að kjallarinn í húsi þeirra hjóna læki. Að lokum stóð aðeins einn aðili eftir eftir og færsla sem aðeins hún sá rataði í fjölmiðla. Coleen upplýsti ekki aðeins um svikin heldur einnig um það að svikarinn væri Rebakah Vardy. Vardy er eiginkona Jamie Vardy, en maður hennar hefur rétt eins og maður Coleen verið landsliðsmaður. Málið varðar því þjóðarhagsmuni. Vardy hefur að vísu neitað sök og hefur ráðið til sín sérfræðinga í netrannsóknum. Fréttatilkynningar hennar bera með sér að vörn hennar byggi á því að Instagram-reikningur hennar sé hafður fyrir rangri sök. Þung orð hafa fallið um svik Rebakah Vardy sem hefur þurft að greiða makleg málagjöld fyrir syndir sínar með því að sæta dynjandi skömmum og níðskap á netinu. Almannatenglar hafa borist á banaspjótum en sem stendur er staða Vardy nokkuð þröng. Þetta mál ætlar að reynast henni brekka. Coleen er aftur á móti ný þjóðhetja og breska pressan metur stöðu hennar á pari við stöðu Hugh Grant í Love Actually þegar breski forsætisráðherrann lét bandaríska forsetann heyra það. Þrátt fyrir að breska lekamálið teljist nú upplýst skilur þessi nútímaharmleikur eftir sig spurningar.WAGatha Christie Svarið við spurningunni um hvort svikari leyndist meðal vina var eins og í öllum alvöru harmleikjum vitaskuld, já. Auðvitað var svikari. Það er alltaf svikari. Skellurinn veldur því að breska þjóðin skilur að nú þarf að fara fram sársaukafullt uppgjör. Eiginkonur og kærustur fótboltamanna í Bretlandi (wifes and girlfriends) eru kallaðar WAG’S og Coleen hefur með listilegri tálbeituaðgerð sinni fengið titilinn WAGatha Christie. Breskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga um ekkert annað mál fjallað. Þeir hafa rækt hlutverk sitt af alúð og sagt þjóðinni allt og meira til um málið. Önnur mál bíða. Leikarar í öðrum harmleikjum heimsins verða að þjást og deyja í kyrrþey á meðan. Saga fótboltaeiginkvennanna er kannski grískur harmleikur okkar daga, þar sem svik komast upp um síðir, hér með því að söguhetjan felur sig bakvið gluggatjöld og heyrir ráðabruggið. Coleen heyrði svikarana hvíslast á um launráð og svældi svikarann út. Auðvitað er þessi harmleikur dálítið sniðugur og mátulega dramatískur og ég játa að ég hef fylgst vandræðalega mikið með málinu. Það er eitthvað við furðuleg bresk hneykslismál sem lokkar og kitlar. Instagram-sagan er vissulega saga svika, uppgjöra og að lokum sigurs. En hún er líka spegill þjóðar. „Sýndu mér fræga fólkið þitt og ég skal segja þér hver þjóðin er.“
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar