Skoðun

Þeir!

Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar
Áslaug Arna dómsmálaráðherra skrifaði grein um þolendur kynferðisofbeldis. Greinin fjallar um vilja hennar til að bæta stöðu brotaþola og augljóst er hvar hennar hugur liggur. En hún notar á einum stað orðið „þeir“. Og þar með var þið-vitið-hver laus.Augljóst var hver hugur Áslaugar er í þessum málum. En þá ryðjast fram sjálfskipaðir rétthafar orðræðunnar, hengja sig í orðið „þeir“ sem er karlægt orð og upp gýs heilög reiði og vandlæting. Sagði hún þeir, ÞEIR!!??Þessi dólgaaðferð, að horfa ekki til efnis heldur að hengja sig í orðin er tilraun til að þagga niður í öllum þeim sem ekki hafa tileinkað sér það orðfæri sem fámennur en hávær hópur samþykkir sem rétt.Ein þessara orðhafa lenti í mótvindi á netinu vegna hneykslunar sinnar og bar það fyrir sig að árás sín á Áslaugu væri réttmæt m.a. vegna þess að Áslaug er ekki „úr blokk í Fellunum“ og tilheyrði því yfirstétt.Nú skulum við gefa okkur að þessi „rökstuðningur“ fyrir valdastöðu Áslaugar endurspegli ekki fordóma og fyrirlitningu viðkomandi gagnvart íbúum Breiðholts (sem er auðvitað ekki útilokað). Gefum okkur fremur að hún sé að reyna að koma orðum að þeirri hugsun að stjórnmálamenn verði stöðu sinnar vegna að þola harða gagnrýni en farist það svona herfilega úr hendi.Sú hugsun á fullan rétt á sér og það er sjálfsagt að veita svigrúm fyrir þá túlkun. En væri ekki gott ef þetta viðvarandi sármóðgaða fólk drægi nú andann aðeins og veitti öllum eðlilegt svigrúm til að tjá sig rétt eins og það krefst til handa sjálfu sér.
Skoðun

Skoðun

Open

Gunnar Dan Wiium skrifar

Skoðun

Fylgir þú lögum?

Ugla Stefaníu Kristjönudóttir Jónsdóttir,Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.