Körfubolti

Körfuboltakvöld: Simmons besti sóknarmaður deildarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Simmons átti frábæran leik gegn Stjörnunni
Simmons átti frábæran leik gegn Stjörnunni s2 sport

Tindastóll stöðvaði sigurgöngu Stjörnunnar í Domino's deild karla. Tindastóll er með þann leikmann sem hefur heillað hvað mest í upphafi tímabils.

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu Tindastólsliðið í uppgjörsþætti gærkvöldsins og var farið fögrum orðum um Bandaríkjamann Tindastóls, Gerel Simmons.

„Mér finnst ofboðslega gaman að horfa á hann spila körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

„Þetta er að mínu mati langsamlega besti sóknarmaður deildarinnar.“

Teitur Örlygsson tók undir orð Kjartans og benti á að Tindastóll væri mjög hentugt lið fyrir Simmons.

„Það hjálpar honum líka að vera í þessu Tindastólsliði því þar eru svo margir strákar sem sætta sig við að vera bara role-players,“ sagði Teitur.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.


Klippa: Tindastóls umræða pétur og fleiriAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.