Körfubolti

Körfuboltakvöld: Simmons besti sóknarmaður deildarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Simmons átti frábæran leik gegn Stjörnunni
Simmons átti frábæran leik gegn Stjörnunni s2 sport
Tindastóll stöðvaði sigurgöngu Stjörnunnar í Domino's deild karla. Tindastóll er með þann leikmann sem hefur heillað hvað mest í upphafi tímabils.Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu Tindastólsliðið í uppgjörsþætti gærkvöldsins og var farið fögrum orðum um Bandaríkjamann Tindastóls, Gerel Simmons.„Mér finnst ofboðslega gaman að horfa á hann spila körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.„Þetta er að mínu mati langsamlega besti sóknarmaður deildarinnar.“Teitur Örlygsson tók undir orð Kjartans og benti á að Tindastóll væri mjög hentugt lið fyrir Simmons.„Það hjálpar honum líka að vera í þessu Tindastólsliði því þar eru svo margir strákar sem sætta sig við að vera bara role-players,“ sagði Teitur.Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Tindastóls umræða pétur og fleiriFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.