Handbolti

Þægilegur sigur Esbjerg í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu
Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu vísir/ernir
Rut Arnfjörð Jónsdóttir og stöllur í danska liðinu Team Esbjerg unnu þægilegan sigur á Rostov-Don í Meistaradeild Evrópu í handbolta.Heimakonur í Esbjerg voru með yfirhöndina allan leikinn og leiddu 16-11 í hálfleik. Í seinni hálfleik var sigurinn aldrei í hættu og urðu lokatölur 31-26 fyrir Esbjerg.Rut skoraði eitt af mörkum Esbjerg.Rostov-Don var ósigrað í B-riðli Meistaradeildarinnar fyrir leikinn. Esbjerg fór með sigrinum á topp riðilsins með fjögur stig, Rostov-Don og Bucuresti eru með þrjú stig og Bucuresti á leik til góða á hin liðin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.