
Ævintýrið um Hannes og Gretu
Einu sinni fyrir ekki svo langa löngu, reyndar bara í fyrradag, tísti reiður prófessor á Twitter um unga stúlku. Prófessorinn hét Hannes og litla stúlkan Greta, Greta Thunberg frá Svíþjóð. Í þetta sinn skrifaði Hannes um orð og gjörðir Gretu litlu í loftslags- og umhverfismálum. Hannes hafði reyndar í gegnum tíðina oft tíst alls konar á Twitter og annars staðar og hafði áður skrifað um stúlkuna Gretu sem hann kallaði þá barnakrossfara. Greta hafði nefnilega líka verið svolítið reið. Hún hafði hrópað á torgum til að vekja athygli á loftslagsbreytingum sem hún sagði fjúkandi vond að eldri kynslóðirnar ættu alla sök á. „Unga fólkið, framtíðarkynslóðir munu aldrei fyrirgefa svik hinna eldri,“ hrópaði Greta og andlit hennar bar með sér bræði. Greta heimtaði aðgerðir strax gegn hamförum og hamfarahlýnun. Hannes var ekki sannfærður og tísti strax á móti eins og reyndar margir aðrir menn úti í heimi. Jafnvel forsetum var brugðið yfir stúlkubarni með skoðun. „Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert,“ tísti Hannes og rammaði svo inn röksemdafærsluna með því að tísta fastar: „Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Tónninn í þessu tísti var dálítið kunnuglegur, en kvót eru auðvitað ekkert verri þó aðrir hafi átt þau fyrst. „Why should I care about future generations? What have they ever done for me?“ er haft bandaríska höfundinum og grínistanum Groucho Marx, sem hefur einmitt verið talinn meistari grínsins.
Tengdar fréttir

Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld.
Skoðun

Ertu að bjóða barnaníðingum heim til þín?
Stefanía Arnardóttir skrifar

Nokkrar „sturlaðar“ staðreyndir um íslenskan vinnumarkað
Þorsteinn Víglundsson skrifar

Harðræði ríkisins gegn Eflingu - epli Aðalsteins og afstaða VG
Árni Stefán Árnason skrifar

Tryggjum fæðuöryggi þjóðar
Anton Guðmundsson skrifar

Árangur fyrir heimilislausar konur
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Hafnarfjörður og húsnæðissáttmáli höfuðborgarsvæðisins
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Setjum upp kolluna á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum
Inga Bryndís Árnadóttir skrifar

Kolefnishlutlaus vöruflutningageiri
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði
Davíð Arnar Stefánsson skrifar

„Bíddu, hvað er í gangi?“/ “O co tak naprawdę chodzi?”
Nichole Leigh Mosty,Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar

Breiðfylking umbótaafla
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

„Það er til nóg af flugvélum í landinu“
Sigmar Guðmundsson skrifar

Sturlaðar staðreyndir um græðgi!
Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Heimgreiðslur, mannekla í leikskólum og viðbrögð skólayfirvalda vegna skólaforðunar
Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Sannleikurinn um Vestfirði
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar