Greta Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 5. október 2019 09:00 Flestir eru sammála um að það er ekki rétt að láta börn um að stjórna veröldinni. Án þess að fullyrða um of, þá skiptir reynsla og þekking máli þegar ákvarðanir eru teknar sem varða af komu, líf og heilsu heilu þjóðanna. Þar fyrir utan er sjálfsagt mál að leyfa börnum og unglingum að njóta frelsis æskunnar, nægur tími til að takast á við áhyggjur fullorðinsáranna. En þó börn eigi ekki að stjórna þá er ekki þar með sagt að ekki eigi að hlusta á það sem þau segja. Dæmið um Gretu Thunberg er sláandi og um margt einstakt. Greta er ekki að berjast til valda, hún er að krefjast þess að við gerum allt sem mögulegt er til að mannkynið valdi ekki hlýnun jarðar sem leiði til margvíslegra hörmunga, efnahagslegra jafnt sem mannlegra. Nú getur menn sjálfsagt greint á um hversu mikil áhrif mannkynið hefur á hlýnun loftslagsins. En meirihluti vísindamanna hefur fært fyrir því afar sannfærandi rök að við mennirnir höfum mikil áhrif á þessa þróun og það er krafa Gretu að við hlustum á þessa vísindamenn og breytum í samræmi við þá þekkingu. Þessi krafa Gretu er fullkomlega skiljanleg. Við kennum jú börnunum okkar það að það eigi að hlusta á vísindamenn, að vísindin eigi að ráða för og í þessu máli er öll veröldin undir, hvorki meira né minna. Það er því ekki skrítið að þúsundir og aftur þúsundir ungmenna hafi tekið undir með Gretu og krafist þess að við rænum þau ekki framtíðinni, að það verði morgundagur sem þau geti sannarlega kallað sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Flestir eru sammála um að það er ekki rétt að láta börn um að stjórna veröldinni. Án þess að fullyrða um of, þá skiptir reynsla og þekking máli þegar ákvarðanir eru teknar sem varða af komu, líf og heilsu heilu þjóðanna. Þar fyrir utan er sjálfsagt mál að leyfa börnum og unglingum að njóta frelsis æskunnar, nægur tími til að takast á við áhyggjur fullorðinsáranna. En þó börn eigi ekki að stjórna þá er ekki þar með sagt að ekki eigi að hlusta á það sem þau segja. Dæmið um Gretu Thunberg er sláandi og um margt einstakt. Greta er ekki að berjast til valda, hún er að krefjast þess að við gerum allt sem mögulegt er til að mannkynið valdi ekki hlýnun jarðar sem leiði til margvíslegra hörmunga, efnahagslegra jafnt sem mannlegra. Nú getur menn sjálfsagt greint á um hversu mikil áhrif mannkynið hefur á hlýnun loftslagsins. En meirihluti vísindamanna hefur fært fyrir því afar sannfærandi rök að við mennirnir höfum mikil áhrif á þessa þróun og það er krafa Gretu að við hlustum á þessa vísindamenn og breytum í samræmi við þá þekkingu. Þessi krafa Gretu er fullkomlega skiljanleg. Við kennum jú börnunum okkar það að það eigi að hlusta á vísindamenn, að vísindin eigi að ráða för og í þessu máli er öll veröldin undir, hvorki meira né minna. Það er því ekki skrítið að þúsundir og aftur þúsundir ungmenna hafi tekið undir með Gretu og krafist þess að við rænum þau ekki framtíðinni, að það verði morgundagur sem þau geti sannarlega kallað sinn.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar