Bílar

Forvali lokið fyrir Bíl ársins

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Suzuki Jimny er einn þeirra bíla sem kemur til greina sem bíll ársins.
Suzuki Jimny er einn þeirra bíla sem kemur til greina sem bíll ársins. Suzuki

Nú hefur forvalsnefnd lokið vali á þeim bílum sem keppa til úrslita um nafnbótina Bíll ársins að mati Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB).

Alls komast 18 bílar í lokaval BÍBB í sex flokkum. Tilkynnt verður um val á Bíl ársins þann 16. október næstkomandi. Þá verður sigurvegari í hverjum flokki einnig krýndur.

Fjölskyldubílar
Í flokki minni fjölskyldubíla keppa til úrslita: Mazda 3, Toyota Corolla og Volkswagen T-Cross. Í flokki stærri fjölskyldubíla koma til greina: Mercedes-Benz B-Class, Peugeot 508 og Toyota Camry.


Rafbílar
Sérstakur flokkar eru fyrir rafbíla annarsvegar og rafjeppa hins vegar. Í flokki rafbíla keppa: Hyundai Kona, Kia e-Soul og Opel Ampera.

Í flokki rafjeppa koma til greina: Audi e-Tron, Jaguar I-Pace og Mercedes-Benz EQC.


Jepplingar og jeppar
Í flokki jepplinga keppa til úrslita: Honda CRV, Maxda CX-30 og Toyota RAV4.

Jepparnir sem munu glíma eru: Jeep Wrangler, Ssanyong Rexton og Suzuki Jimny.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.